Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 27
N. Kv. BÆKUR 19 hafa verið áður í heildarútgáfum Forn- aldarsagnanna. Mætti og prenta þær með þéttara letri en hinar, og er það í samræmi við útgáfu íslendingasagnaútgáfunnar á ís- lendingasögunum, þar sem sögur þær, sem skrifaðar hafa verið á síðari öldum, eru prentaðar með þéttu letri. Náskyldar Fornaldasögum Norðurlanda að efni til eru Sigurgarðs saga frækna, Vil- hjálms saga konungs, Álfaflekks saga og Vilmundar saga viðutans. En þar sem sögu- persónurnar eru ekki norrænar, þá mun rétt að gefa þær rit í flokki riddarasagna. Þ.M. J. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Guðmundur Friðjónsson, ævi og : störf.. Reykjavík 1950. ísafoldar- prentsmiðja. Það má segja, að Guðmundi skáldi Frið- jónssyni sé gerð góð skil um þessar mundir. Hafin er myndarleg útgáfa á ritum hans, og nú birtist löng og greinargóð ævisaga hans, er Þóroddur sonur hans hefir ritað. Er það að maklegleikum, því að gildur er sá skerfur, er Guðmundur hefir lagt til ís- lenzkra bókmennta og menningar. Það hef- ir eigi verið vandalaust verk að semja ævi- sögu þessa, einkum þegar tillit er tekið til þess, að sonur skrifar þar um föður sinn. Þótt svo náinri skyldleiki hafi að vísu í för með sér, að hægt er að lýsa betur en ella ýmsum atvikum og háttum hins daglega lífs, sem gefa góða og glögga mynd manns þess,. sem um er skráð, þá er sú hættan á hinn bóginn, að skyldleikinn glepji sýn og ritið verði ein lofgerð, en ekki hlutlaust mat á verkum og störfum mannsins. En Þóroddi hefir tekizt mæta vel að sigla milli skers og báru. Að vísu ber sagan öll vitni Um hlýhug sonarins, en hvergi á þá lund, að hann geti ekki framkvæmt mat sitt á verkum og persónu föður síns. Fyrir þetta er ævisaga Guðmundar merkilegt rit. Ævi hans er nákvæmlega rakin, lýst er heimilis- högum hans og starfsháttum, vinum hans og vildarmönnum, en einnig er getið and- stæðinga og þeirra, er sendu honum hnút- ur. Lýst er skapferli Guðmundar og við- horfi til manna og málefna, í stuttu máli: það eru dregnar fram allar þær hliðar mannsins, sem naðsynlegar eru til að kynn- ast honum. Er mynd hans skýr hverjum, sem bókina les. Og engan vafa tel ég á því, að mjög hljóti að aukast skilningur manna á ritverkum Guðmundar á Sandi við þessa bók, enda þótt þeirn sé ekki gerð sérstök skil í lienni. Er ævisaga þessi um allt hin merkasta og mikill og góður fengur fyrir íslenzka persónusögu og bókmenntir. Eggert Stefánsson: Lífið og ég. Rvík 1950. ísafoldarprentsmiðja. Það er kunnugt, að Eggert Stefánsson söngvari hefir allmikið sinnt ritstörfum hin síðari úr. N ú sendir hann frá sér fyrsta bindi ævisögu sinnar, og segir þar frá bernsku hans og æsku heima í Reykjavík, söngnámi í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi, dvöl í London og fyrstu kynnum hans af Ítalíu. Frásögnin er fjörug og lif- andi og stíllinn með þeim hætti, sem Egg- ert á einn manna. Ber. margt á góma hjá honum og yfir allri bókinni er hrifningar- blær listamannsins. Munu margir hlakka til framhaldsins. • Þorsteinn Erlingsson: Litli dýravin- urinn. Reykjavík 1950. ísafoldar- prentsmiðja. • í bók þessari hefur verið safnað kvæðum og sögum þeim, er Þorsteinn Erlingsson ritaði í Dýravininn, öðrum en ævintýrun- um, sem prentuð eru í Málleysingjum. Er bókin fagurlega frágengin með fallegum myndum, sem er samboðið efninu. Því að engum mun vera gert rangt til þótt sagt sé að þetta sé ein lang bezta barnabókin á 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.