Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 31
N. Kv. SVEINN SKYTTA 23 ist hún hafa gleymt því algerlega, að þarna var ókunnugur maður nærstaddur. Ib bar fingur að vörum sér: „Hann getur heyrt hvert orð, sem við segjum.“ „Eg held, að hann sé sofandi." „Sé svo, væri víst bezt, að við tækjum undir stólinn sitt hvoru megin og bærum hann út í snjóinn. fyrir utan, og þá yrði hann víst sæmilega viðutan, þegar hann vaknar.“ „En ef hann vaknaði nú á leiðinni,“ greip gesturinn fram í og leit upp. „Jæja, þá biðum við aðeins, þangað til liann væri sofnaður aftur, og þá yrði samt leikið á yður,“ svaraði Ib. „Ég sagði þetta aðeins til að grennslast eftir, hvort þér vær- uð sofandi." í sama vetfangi heyrðist fótatak fyrir ut- an, og síðan þrjú stutt högg barin á hurð- ina. Ib svaraði með þrem áþekkum högg- um á gluggarúðuna. JÞví næst var hurðin opnuð, og inn gengu þrír menn saman. „Hér sé Guð!“ mælti einn þeirra djúp- um rómi og skákaði sér niður á bekkinn. „Er Sveinn heima í kvöld?“ „Nei, Abel, við erum einmitt að vonast eftir honum,“ svaraði Anna María, og er liún hafði litið á alla gestina, gekk hún yfir að katlinum, sem hékk yfir hlóðunum, jós upp úr honum í þrjár tréskálar og setti fyrir gestina. „Hérna fáið þið sopa af pors-seyði, og brauð liggur á hillunni uppi yfir ykkur. Reynið nú að hressa ykkur á þessu.“ Mennirnir settust umhverfis borðið. Frummælandinn, sem virtist vera foringi þeirra, teygði sig upp á hilluna og tók nið- ur hafrabrauð og skar það í sneiðar. Síðan tók hann ofan, spennti greipar og tautaði langa borðbæn af miklum fjálgleik. Félagar hans fóru að dæmi hans. Að því loknu tóku þeir til matar síns og tæmdu skálarnar. Ib hafði ekki mælt orð af munni, síðan gestirnir komu. Hann leit til skiptis á þá og manninn, sem dottaði á stólnum. „Þökk fyrir mat, Anna María!“ mælti Abel og ýtti tómri skálinni inn á borðið. „Verði ykkur að góðu,“ svaraði konan. „Eigið þið annars eitthvað erindi við Svein í kvöld?“ Abel skellti upp úr og sneri sér að félög- um sínum. „Hún spyr, hvort við eigum nokkurt erindi við Svein,“ endurtók liann. „Það er nógu skrambi skrítið." »Við eigum það erindi við hann,“ sagði einn gestanna, „að við ætlum að koma hon- um í skilning um sannleikann og láta ekki lengur þeyta okkur í allar áttir eftir geð- þótta hans, eins og hingað til.“ „Ekki er nú upphafið óskemmtilegt,“ rnælti Ib. „Sveinn verður sennilega skelk- aður, er hann heyrir þessi mannalæti í ykkur. Annars er nú hérna staddur ókunn- ugur maður, svo að réttast væri víst fyrir ykkur að láta þessar ræður ykkar bíða.“ „Ætli það sé ekki bezt að tala, meðan tækifærið gefst, og þess vegna er það, að við höfum horfið frá varðbergi okkar í kvöld.“ „Guð minn góður!“ kallaði Anna María upp yfir sig og sló saman höndunum. „Þið hafið þá hlaupið af verði, aumingja mann- skepnurnar ykkar! Guð náði ykkur þá, er Sveinn fréttir þetta.“ „Ojæja, ekki annað en það,“ svaraði Abel rólega og kinkaði kolli. „Sveinn er nú sjálf- ur útlagi og á nógu erfitt með að bjarga sjálfum sér. Ekki ætlum við að gera hon- um neitt til meins, fjarri fer því. En sá sem á viðskipti við menn af okkar tagi, verður að standa við orð sín og heit út í yztu æsar. Þegar við réðumst í þjónustu Sveins, liét hann okkur gulli og grænurn skógum, lof- aði okkur fæði og klæðum og fáeinum kringlóttum í viðbót, og það þótti okkur gott og blessað, en reynslan varð nú á ann- an veg. Fötin okkar — já, þeirra, urðum við að afla okkur sjálfir á þann hátt að taka þau frá Svíum og hætta lííi okkar og eiga við mestu örðugleika að etja bæði daga og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.