Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Qupperneq 44
36 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. þetta og þetta árið, og fannst mér nú, að ég gæti heldur ekki ráðið því að þessu sinni. Brauzt allt þetta um í huga mínum á ör- skammri stund, þar til Metúsalem segir: „Nú, ætlarðu ekki að svara?“ Styn ég þá upp, að ég sé ekkert á móti því að fara til Magnúsar, en því verði sarnt foreldrar mín- ir að ráða. — „Ég verð þá víst að skrifa þeim,“ segir Metúsalem, og slitum við svo tali. Skömmu síðar segir Metúsalem mér, að fengið sé samþykki foreldra minna, og var þá afgert, að ég færi til Magnúsar á Hall- dórsstöðum 1. maí um vorið. (Framhald). Tvíburabræðurnir. Eftir A. T. Harris, M.D. Að heimsstyrjöldinni lokinni var ég starf- andi læknir í Californíu. I nágrenninu voru nokkur herbúðahverfi, og við Rotary-félag- ar vorum á kvöldin þjónar og aðstoðar- menn í U.S.O.-klúbb, þar sem þröng var á þingi á Jiverju kvöldi af fyrrverandi her- mönnum, sem biðu lausnar. Vinsælasta afþreyingar-atriði á kvöldin var starf Katrínar Ólsen. Hún var listmál- ari og átti þarna heima. Hún teiknaði Ijós- lifandi myndir af piltunum og sendi þær síðan ókeypis heim til ættingja þeirra. Eitt kvöldið veitti ég því eftirtekt, að sá, sem „sat fyrir“ lijá ungfrú Olsen, var ung- ur sjóliði, dapur á svip. Hann talaði slitrótt við hana og hrukkaði oft ennið, eða hnykl- aði brúnirnar. Ég gaf svipbrigðum Kötu nánar gætur, því að hún var annað og meira en aðeins listamaður. Elún var einnig eins konar skrifta-móðir piltanna. Og margur pilturinn hafði þulið henni allar sínar sorg- ir og áhyggjur í þessari tveggja stunda setu á kvöldin, og síðan haldið á brott Jiressari og hugaðri, en er hann hafði komið. Nú sá ég, að Kata var samúðarlilý á svipinn, hristi höfuðið eða kinkaði kolli uppörvandi á víxl. En aldrei brosti ungi pilturinn til hennar í svars skyni. Næstu klukkustund á eftir var ég önn- um kafinn og gleymdi mér alveg. Ég gleymdi einnig bæði teiknaranum og unga piltinum. En allt í einu kom Kata þjótandi til mín og segir: „Æ, doktor Harris — vilj- ið þér gera svo vel.“ Hún bandaði höfði í áttina til piltsins, sem enn sat til hliðar við trönurnar og studdi hölði í hendur sér. „Hann uppá- stendur, að það sé — að ég“ — Kata var hálfrugluð og utan við sig, — „og það furðu- Jegasta við þetta er einmitt það, að þetta er alveg satt, ég gerði þetta.“ „Gerðuð hvað?“ „Æ, gerið svo vel — að koma og sjá — og tala við hann!“ Hún kynnti okkur. Pilturinn kingdi erf- iðlega, eins og liefði hann krampadrætti í hálsinum. Öðru hvoru lmykkti hann til höfði út á aðra hliðina, eins og til að varpa af sér einhverjum óþægindum. „Ég hefi gert hann svo órólegan og æst- an,“ sagði Kata angurvær. „Þér sjáið sjálf- ur, að hann er sjóliði, en ég hefi sett lancl- /?ers-einkenni á myndina. Ég skil ekkert í, hvernig á þessu stendur. Ég teiknaði þó aðeins það, sem ég sá fyrir mér, eða hélt að ég sæi!“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.