Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Síða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Síða 35
N. Kv. SVEINN SKYTTA 27 fát á hann sem allra snöggvast. „Þú hefir þá beitt vélabrögðum til að lokka mig hingað.“ „Já, því miður,“ svaraði Sveinn, „ann- ars voru það engin vélabrögð, þótt þér nefn- ið það svo. Einn manna minna hafði heitið ofurstanum að svíkja mig. Ég var heyrnar- vottur að þeim samræðum og varð því að girða fyrir framkvæmd áætlunar þeirra. Og það heppnaðist, eins og þér nú sjáið; og hvað nú, herra höfuðsmaður. Ég bíð nú boðanna um það, hvað yður þóknast.“ „Hvað áttu við með þessu?“ „Við sjáum nú til, hverjum okkar ham- ingjan er hollust, en annars ætla ég að mæl- ast til að fá að halda á skammbyssunni yðar þetta spölkorn, sem eftir er. „Á ég að segja þér nokkuð, Sveinn Gjönge!“ svaraði höfuðsnraðurinn glað- hlakkalega. „Ég held svei mér, að í þetta sinn sé hamingjan þér liollust. Um eitt af tvennu er að ræða: Annað lrvort mun ég skjóta þig, og er mér það enginn vinning- ur, eða þú munt skjóta mig, og er mér það enn minna virði, þar sem það sæmir illa hermanni að láta ginna sig í gildru af slíkum frelsingja sem þú ert. Að svo mæltu tók Kernbok höfuðsmaður báðar skamnrbyssur sínar í aðra lrönd sér og rétti skeftin að Sveini, sem tók við þeim og stakk þeim í belti sitt. „Hver veit nema þú réttir mér þær aft- ur, verði ég svo lengi á lífi,“ bætti lrann við og brosti. „O jaeja, já, höfuðsmaður!“ svaraði Sveinn í sama tón. Hamingjan er hverful. Ég skil annars svo sem, við lrvað þér eigið,“ bætti hann við. „Rétt áðan sögðuð þér mér, að menn yðar væru suður við Rekinde og Allerslev, en þeir hafa ef til vill gengið út sér til skemmtunar í tunglsljósinu, því að þegar ég kom gangandi eftir veginum fyrir skömmu, virtist mér ég sjá urmul af dökktrm verum flykkjast út úr skóginum. Þeir héldu í áttina yfir að Örremandsgaard, og það var því heppilegt, að við ollurn eng- um hávaða með skothríð áðan. Við skul- um vera hreinskilnir, herra höfuðsmaður! Þér gáfust svo fúslega upp með það fyrir augum að geta jafnað málin að skammri stund liðinni. En ég met samfylgd. yðar meira en svo, að ég vilji skiljast við yður svo brátt. Og þess vegna munum við nú halda í aðra átt, þar sem við getum verið í friði fyrir hermönnum yðar.“ Höfuðsmaðurinn svaraði þessu engu, en bros lians visnaði, er Sveinn mælti þetta. Hann spennti af sér sverð sitt, er Sveinn lagði hönd sína á handlegg hans. „Hafið sverðið sjálfur, höfuðsmaður! Annars yrði mér þetta of þung byrði; og þar eð skannnbyssan dregur lengra, en sverðið nær, býst ég ekki við, að þér vinnið mér mein, og það eru aðeins hugleysingj- ar, sem sviptir eru öllum vopnum sínum.“ Síðan gekk Sveinn fram á lilið við höf- uðsmanninn, og fylgdust þeir nú að eftir skógarstíg, sem lá skáhallt inn í skóginn og í andstæða átt við leið þá, er þeir höfðu þangað komið. í kofa Sveins Gjönge höfðu nú bæzt tveir menn í hópinn. Annar þeirra var lítill mað- ur vexti og ósjálegur, ennið mjótt og bungumyndað, kinnfiskasoginn og gulur í andliti, og skorpið hörundið. Bar allt útlit hans glöggan vott um örbirgð og neyð. Hann var berliöfðaður og hafði bundið mjóum þveng utan um síðan og úfinn luppann. En annars var hann úr liði Gjöngemanna eins og allir hinir, sem þarna voru staddir. Sérkennilegt við mann þann var það, að liann var einkennilega blestur í máli, mjög áþekkt því, sem Sveinn hafði veitt eftirtekt í samræðum mannsins við sænska lrerforingjann, er Sveinn lá í felum undir brúnni. Annar hinna nýkomnu manna var með annan handlegginn í fatli. Er hann heyrði,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.