Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 21
N. Kv. STRANDAÐ í HÖFN 13 ski þurfti að þétta hann, því að traustur og ófúinn var hann ennþá. Stundum var til ánægja, mikil, þegar allt gleymdist og mínútur urðu að sekúndum, en ósjaldan ásótti hana rokkin spurn um það, er koma skyldi handan draums og nætur og mynda uppistöður í lífsvef bezta manns heimsins, þar sem hún var ívafið, sem átti að gefa mýkt og fyllingu. — Ekkert hafði verið sagt, ekkert gert, sem gæti rétt- mætt þessa læðnu aðsókn, þegar liún var háttuð — og stundum á fótunr líka. — Skyldi ástin vera svona? Eins og arinhitun í svölu herbergi, þar sem manni verður kalt á þeirri hliðinni, er frá snýr eldinum. Var ekki jafnan hægt að halda sér varmri og glæst- eygjandi? Kannski voru þetta eðlilegir duttl- ungar, og sjálfsagt ekki til þess að gera sér rellu af, líta heldur björtum augum á þessa dulráðu óvissu. Engin hetja án erfiðleika, og stúlka vestur á Fjörðum hræðist ekki gjóstþyt. Þegar leið að lröfuðdegi, tók Halldór að verða íbygginn. Stundum jafnvel fýldur. — Erna reyndi að glensast við hann, ekki góð- ur jarðvegur fyrir það. Munúð var stundum svarað með duttlungunr. Brosi með grettu. — Hún hafði ásett sér að vera umburðar- lynd, en stóð sjálfa sig að því æ tíðar að vera kaldari en framkoma hennar sýndi. Þegar Halldór sagði Ernu, að hann hygði til sjós þá um veturinn, varð hún fá við. — Hann vildi afla fjár, og hún hafði ekki skap til að letja hann farar, gat þó ekki stillt sig um að benda honum á, að nóg verkefni væru þar á bæ og afkomumöguleikar á við margt annað. Hann svaraði, — og hún vildi ekki muna svar hans. Það var ekkert talað um framtíðina, og þau kvöddust með liandabandi í annarra ásýnd. Erlendur fylgdi honum inn fyrir Ófæru. Föggur voru litlar, en sumarkaup hafði Halldór fengið goldið. — Ekkert tekið fyrir sjúkrasinningu og þar að lútandi. — Ekki siður hér að selja næturgreiða, sagði Erlend- ur, og fer ég ekki að byrja á því við þig. Stundum situr stúlka við glugga í Lónvík og starir út í haustnóttina. Það eru engar póstferðir að þessum bæ, og það geta liðið mánuðir, án þess að bréf hafi tækifæri til þess að berast. Útvarpið er Jrá eina tenging fólksins við umheiminn. Og Jregar ferðir loksins falla, berast engin bréf, sem eftir var beðið. Nú er sjaldnast bót í því að hlaupa út og láta storminn kuia á sér ennið. Það er nóg- ur kuldi. Hún harðnaði stundum á svipinn, þegar hún leit út á sjóinn. Hann var hrekkjóttur, sá skratti. Hún vanfær. Harkan risti ekki djúpt, ekki í einveru, og oft tróð hún upp í sig koddahorninu á kvöldin; þá heyrðist ekkert, og tár hrundu, og nóttin var blind. Milli jóla og nýárs kom sú frétt í útvarp- inu, að togarinn Heimir hefði farizt á heini- leið frá Englandi. Engin mannbjörg. Einn hásetanna, Halldór Einarsson, hafði orðið eftir af skipinu í Fleetwood sökum læknis- aðgerðar, sem gerð var á honum vegna gam- alla meiðsla, er hann hafði fengið í strandi fyrir tæpu ári. Heimir og Fleetwood, þetta hafði hún frétt. Maðurinn á spítalanum í Fleetwood er orðinn heill. Meiðsli í baki höfðu tekið sig upp lítils háttar og það farið að bólgna, en ekki til mikilla óþæginda þó. En hann liafði rölt til læknis — svona hinsegin — og slapp þá ekki við spítalavist í nokkra daga. Mundi vera orðinn heill í næsta túr. — Þetta strand í Lónvík var býsna mikill örlagavaldur. -- Og nú var hann fluttur á sjómannaheimili og beið þess að komast heinr með öðrum togara. Ferð eftir nokkra daga. Kvöld nokkurt, þegar Halldór sat inni á

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.