Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Síða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Síða 47
N. Kv. TVÍBURABRÆÐURNIR 39 „Okinawa!" Rödd hans var veik og dauf, aðeins hvísl eitt. Styrjöldin var þá orðin hversdagsleg og gamalkunn. Maður fann ekki lengur til skjálfta né kippti sér upp við smámuni. Til þess var maður alltof þreyttur. Ég vissi vel, hvað sogandi og snarl- andi andardráttur bar vott um, — jafnvel þótt ég heyrði hann í rnyrkri. Ég sá ein- hverju skjóta upp. Það var hinum megin við dálitla klettasnös. Ég skreið gætilega meðfram klettinum með hnífinn til taks og bjóst við ljósleiftri á hverju augnabliki. Nei, þetta var engin Japana-gildra. Þetta var einn okkar pilta. Ég sagði honum, að ég tetlaði að leita uppi einhvern af sjúkralið- inu til að gefa honum ofurlítið ópíurn. Pilturinn stundi og reyndi að setjast upp. Svo sagði hann: „Juddi? Er þetta — ekki Juddi?“ Jú. Þetta var Harrý. Þegar hann hóstaði, gekk blóðið upp úr honum. Ég reyndi að telja honum trú um, að þetta væri aðeins sár í öxlinni. En Harrý gat lítið tal- að, hann var að verða mállaus. Hann bað mig að fara ekki frá sér. Og svo bað hann mig að kveikja á eldspýtu, svo að hann gæti séð mig aftur. Kletturinn skýldi okkur vel, svo að ég gerði þetta. Hann hvíslaði eitt- hvað um konuna sína, að ég yrði endilega að finna hana, þegar ég kæmi heim aftur. — Og svo — síðustu orðin, sem hann sagði Voru þessi: „Æ; Juddi, ég vildi óska, að við Værurn raunverulegir bræður — tvíburar!" Pilturinn hélt áfram að tala og dró við sig orðin: „Svo — ég sagði Harrý, að ég hefði vitað það alltaf síðan við hittumst á markaðin- um forðum, að við værum tvíburar. Ég sagði honum, að ég hefði ekki þorað að segja honum þetta á Guadalcanal — hann a liástigi og höfuðsmaður. Ég hallaði hon- um upp að öxlinni á mér. En hann gat nú ?kki lengur talað. Augu hans voru hálf- \°kuð og. . . . svo hætti hann að anda.... Ég veit ekki, hvort hann heyrði mig segja í sífellu, hvað eftir annað: Harrý, við erum bræður — tvíburar, Harrý. . . .!“ Juddi hafði tár í augum. „Við fundumst þó aftur til fullnaðar í þetta sinn, við urð- um bræður, varanlega. Það veit ég, herra læknir! Og alltaf síðan á Okinawa hefir það verið áþekkast því, að ég gengi í þoku, og ég hefi verið að velta því fyrir mér, hvort hann muni hafa heyrt til mín, mig hefir langað svo til að vita það með vissu!“ Hann hristi höfuðið og varð vandræða- legur á svipinn og tautaði: „Þið hljótið, að sjá, að myndin sú arna er ekki af mér! And- litið er — æ hvað, það er hamingjusvipur á því, eins og var á Harrý. Ég — er alltaf súr á svipinn, svipþungur. Og svo er það einkennisbúningurinn —“ „Ég vildi óska, að ég vissi, hvernig á þessu stendur,“ sagði Kata grátklökk. Læknirinn í mér hafði verið að brjóta heilann um málið og velta fyrir sér, hve samsamdir tvíburar geta verið. .. . allt að því óaðskiljanleg eining. Og í einu vetfangi brá upp í huga mínum leiftri, ef til vill frá hinu ókunna og dularfulla. „Bíðið þið nú sem snöggvast,“ sagði ég. „Það er dálítið, sem Judda langar til að vita, og ég held, að myndin geti gefið hon- um svar við því. Hugsaðu þér, Juddi — hugsaðu þér! Jú, meðan ungfrú Ólsen horfði á þig, sá hún Harrý fyrir sér, meira að segja með réttum foringja-einkennum?" Ungi pilturinn þreif í handlegginn á mér: „Þér eigið við, að hann hafi heyrt til mín — að liún hafi séð hann sökum þess, að hann sé hérna einhvern veginn nær- staddur?" Ég kinkaði kolli. „Sjáið þér til, herra læknir, — gæti ég aðeins trúað því....“ Hann þagnaði. Nú virtist vera farið að renna upp fyrir Kötu hin dýpri meining þessara ,,misgripa“ henn- ar. Juddi sneri sér að henni, og nýjum bjarma brá fyrir í augum hans. „Viltu gera svo vel að senda konunni

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.