Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 23
N. Kv: STRANDAÐ í HÖFN 15 svo, að hann lialði gért verra með drættin- um. Nú rnundi hún ekki taka hann í sátt aftur. — Og svo fann hann ekki heldur eins mikið fyrir aðskilnaðinum fyrst. Hafði meira að segja þótt gott að vera laus — svona í byrjun. Það var ekki fyrr en seinna, að hann uppgötvaði, að það vantaði eitthvað í þær stúlkur, sem hann kynntist á eftir Ernu. Þær gátu ekki veitt honum slíkan unað sem JtLÚn hafði gert. Fyrst taldi hann, að ný mundi fölva þessa minningu, en þær nýju virtust hafa öfug áhrif. Með stelpum fann hann bezt til þess, hve Erna hafði verið góð. Hánn þurfti ekki nema kyssa stelpu til þess að minnast sumarsins og Ernu. Og hún hafði slegið fölva á þær, sem hann hafði áður þekkt. — Samt var hann að vona, að þetta .rjátlaðist af sér, óg Joan vár kannski einna líklegust'til hjálpar. Það var margt fjarrænt og seiðándi við hana, — og svo lokkaði Sidney í fjarska með svörtum svönum og æv- intýrum úr lesnum reyfurum, táldragandi, með pálmgrænu suðursins og kóralskrauti. Og þótt það væri ekki kannski allt í Sidney, þá voru þó hasg heimatökin — og skipið, sem átti að vera þar í siglingum og hann innanborðs, — og þó einkum í land- leyfunum, þar sem ævintýrin gerast. En þegar liann hélt á bréfinu í hendi sér, þá varð honum Ijóst, að hann hafði komið of nærri eldinum og brennt vængi sína. Joan var orðin eins og fallegt, þýðingar- laust glingur, — augnagaman án innihalds, — eitthvað fjarrænt, sem erfitt var að átta sig á og bara gaman að eiga, ef hún væri allt öðruvísi, — og þó kannski ánægjulegast að losna við. I stúlkunni vestur á Fjörðum beið hin ör- ugga vissa um fullkomnun þess bezta, sem hann hafði kynnzt. — Og þó, — var hann ekki búinn að glata henni — og gæfu sinni? — Hún nálgaðist hann með bréfi sínu. Hún virti hann þó tilskrifs. Og þó var það áreið- anlega ekki ætlunin að skannna liann, þá hefði hún heldur kosið að þegja. Halldór Bergsson reif bréfið upp. Dóri, stóð þar. Engin óþarfa mælgi. Þá mundi skapið vera víst til alls, en þó vel hamið. Hann sá Ernu segja þetta orð. Varirnar ögn kipraðar að öðru munnvikinu, augna- ráðið stillt, en fast og lét ekkert uppi. Þann- ig leit hún út, þegar aðrar voru vanar að ryðja úr sér orðaflóði og hugsa á eftir — eða orga og hugga sig með brigzlyrðum. Hann leit niður um bréfið: þéttskrifað, — stafagerðin jöfn og föst. Allir drættir jafnir, mjúkir og engin óþarfahorn. Það var traust og hvikult eins og augun, sem honum fund- ust vera að vega sig og meta á bak við papp- -frinn. Þessi augu höfðu breytzt svo mikið seinnipart liðins sumars. — Tekið á sig þessa stilltu íhygli, þegar hann kvaddi hana, og látið hann finna til ósjálfstæðis, jafnvel andúðarblandins geigs, sökum þess að hann taldi hæpið, að þau væru sér hlðiholl. Og hann las áfram: Þú rnunt sennilega ekki búast við bréfi frá mér, en það ólíklega gerist stundum. Eg hefði ekki heldur farið að íþyngja póstinum — og kannski fleirum, — ef mér hefði ekki fundizt, að þú ættir að vita sumt, sem þú ekki veizt. Pabbi varð fyrir snjóflóði í vetur, — var ,að smala. I-Iann komst heim með féð, lét það inn og sinnti útiverkum. Sagði fátt, að- eins að það hefðu hrotið á sig nokkrir snjó- kögglar. Gekk svo til sængur — og dó. — Ég harma ekki föður minn mikið. Pabbi, karl- inn, sveikst aldrei um það, sem hann taldi sér vera tiltrúað. Það gerir mig rórri, — þar er manns að minnast. Bráðum mun ég eignast barn, og þú ert faðirinn. Ég vona, að það verði sveinn og beri gæfu til þess að verða annar Erlendur. Þetta barn verður að nægja sem minn skerf- ur til viðhalds kynstofninum, því að ég hef ekki skap til að gefast nema einum. Þá hef ég ekki fleira að segja þér, sem þú ekki veizt. — Þú þarft ekki að skrifa mér,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.