Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Side 48
40 TVÍBURABRÆÐURNIR N. Kv. hans Harrý myndina." Rödd hans hafði nú gerbreytzt. „Ég þarf hennar ekki fram- ar. Héðan af mun liann fylgja mér, hvert sem ég fer.“ Það ikti í honum. Og allt í einu lrrópaði hann undrandi upp yfir sig: „Heyrið þið bara! Það var alveg eins og Harrý væri að hlæja! Og ég — ég hefi ekki hlegið, síðan hann — síðan Okinawa!“ Guadalcanal og Okinawa voru herstöðvar í Kínahafi í orustunni gegn Japönum. — Þýð. HELGI VALTÝSSON sneri úr ensku. Samtal við frú Margit Ravn Foi'lagið N. W. Damm & Sön í Osló gaf út fyrra haust skáldsögu eftir hina vin- sælu og nafnkunnu skáldkonu, Margit Ravn, er nefnist Björg bryter ut. Gerist all- mikill hluti sögu þessarar á Islandi. En skáldkonan kom til íslands sumarið 1949, dvaldi nokkrar vikur á Akureyri hjá for- leggjara sínum þar og ferðaðist talsvert um landið. Nú er búið að þýða þessa nýju sögu frú Ravn á íslenzku, og er hún nýlega kom- in á bókamarkaðinn. í norska blaðinu Nyt frá Damm, 8. árg„ 23. september 1950, nr. 29, birtist eftirfar- andi samtal við frú M. Ravn. Hefur Helgi Valtýsson snúið því á íslenzku: — Hver er aðalhugsjónin, sem þér hafið lagt til grundvallar hinnar nýju bókar yðar? — Ég hefi veitt eftirtekt og andæft þeirri tilhneigingu sumra mæðra, að fjölyrða í sífellu um það, hve miklu þær hafi fórnað fyrir börnin sín, og heimta blátt áfram sýni- legt þakklæti þeirra og valda á Jrann hátt misklíð og sundurlyndi á heimilinu, sem að lokum flæmir börnin að heiman. Ég vildi Jjví gjarna, að foreldrar læsu einnig bók rnína. Þær kynnu að geta eitthvað af henni lært. — Hvernig teljið þér þá, að sambúð og afstaða foreldra og æskunnar ætti að vera? — Á heimili, þar sem foreldrar og börn þeirra . eru félagar, sýna þau hvert öðru traust og virðingu. Þar krefst enginn neins, allt hvílir Jrar á frjálsum grundvelli, og þá verður þeim öllum eðlilegt og gleðiefni að gera eitthvað hvert fyrir annað. — Hvaða markmið hafa æskulýðsbók- menntirnar um Jressar mundir? — Þær eiga ekki aðeins að skemmta. Þær eiga að taka til meðferðar viðfangsefni æsk- unnar og vandamál og sýna henni samúð og skilning. Rithöfundur á ekki endilega að elta „upp á líf og dauða“ tízkustrauma bókmenntanna, heldur halda sig að því um- hverfi og efni, sem hann þekkir af eigin reynslu. Sjálf skrifa ég aðeins urn það, er ég hef lifað og séð, og ég mun framvegis halda Jrví áfram. Hin nýja skáldsaga Margit Ravn heitir í hinni íslenzku þýðingu: Björg hleypur að heiman. Til kaupenda Allur útgáfukostnaður bóka hefur stór- stigið síðan í fyrra og pappírsverð þrefald- azt. Verður Jrví ekki hjá því komízt að hækka verð á N. Kv. upp í 30,00 kr. Jrenn- an árgang. Nýir áskrifendur að N. Kv. geta fengið alla þá eldri árg. ritsins, sem enn eru ekki uppseldir hjá útgefanda, með miklum af- slætti. Og taki Jreir alla þá árg., sem enn eru fáanlegir hjá útgefanda, skulu þeir fá þá fyrir hálfvirði, að viðbættum sendingar- kostnaði. Tilboð þetta gildir til næstu ára- móta. Útgefandi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.