Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 12
Holger Boétius:
N.Kv.
Lífið er byrjað
Jóhann Scheving þýddi.
Það blés kaldur stormur um skóginn, en
þau gengu sér til hita.
Visið blað kom við enni Birtu áður en
það féll til jarðar. Að þessum degi liðnum
myndu ekki mörg blöð eftir á trjánum,
hugsaði hún.
„Er eg ekki blóðrauð?“ spurði Birta
unga manninn, sem gekk við hlið hennar.
Hann horfði á hana og mælti:
„Þú ert hressileg mjög. Þú líkist skóla-
stúlku.“
Hún hló, en hláturinn var uppgerðarleg-
ur. Henni skildist að ummæli hans fælu í
sér gagnrýni. Og þar sem hún vissi, að þetta
hefði við rök að styðjast, olli það henni
gremju.
Hún mælti: „Þú roðnar ekki Gregers, né
verður veðurtekinn. Hafa sól og vindar
engin áhrif á þig? Það er eins og andlit
þitt sé gert úr leðri, eintómu leðri.“
Hann sagði eitthvað svo lágt, að það
skildist ekki og tók pípu upp úr vasa sín-
um. Iskaldur stormur blés um þau, og þau
hröðuðu göngunni.
Hann er sjálfum sér líkur, hugsaði hún.
Þó að þess væri skammt að bíða, að hann
útskrifaðist sem læknir, líktist hann
menntaskólapilti. Utlit hans benti til að
hann væri þybbinn og deilugjarn. En henni
geðjaðist vel að honum. Hann var góður
félagi, þó að hann væri stundum all afund-
inn. Og hann var góðum gáfum gæddur.
Honum fór alltaf fram. Hann vissi meira
og meira í námsgrein sinni og um lífið. En
hvernig er ég? spurði hún sjálfa sig. Þau
gengu framhjá vatni. Á því var næfurþunn-
ur ís.
Hefir hann rétt að mæla, er hann segir, að
ég sé alltaf eins og skólastelpa? Ef til vill.
En eg hefi heldur ekki lent í neinu síðan
„lífið byrjaði“. Ekki að minnsta kosti sam-
anborið við menntaskólafélaga mína. Þær
eru flestar komnar út í lífið eins og kallað
er. Mette og Birgit eru meira að segja trú-
lofaðar. Hanna er gift og á von á barni í
vor. En ég? Hver einasti ungur maður, sem
reynt hefir til þess að kyssa mig, hefir mér
virst hlægilegur. Enginn þeirra hefir komið
róti á huga minn og hjarta. Það er eins og
einhver hafi staðið á milli mín og þeirra.
En þessi einhver er einungis hugarburður.
Gregers pjakkaði staf sínum í jörðina.
Hún vaknaði af bugleiðingum sínum og
brosti. Nú kemur hann með einhverja af
sínum einkennilegu athugasemdum um
þjóðfélagið eða eitthvað annað, hugsaði
hún.
En þar skjátlaðist henni.
„Ég hefi erft peninga,“ sagði hann.
„Það er ekki mikið fé, en nægilegt fyrir
tvo að lifa á þangað til að ég fer að vinna.“
„Til hamingju“, sagði hún. „Þetta er
ágætt“.
„En nú er að ná í húsnæði,“ sagði hann.
Hún mælti: „Ætlarðu að gifta þig?“
„Vitanlega.“
„Hverri?“
„Vertu ekki að látast vera skilnings-