Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 17
SJÓNARVOTTUR 101 N. Kv. Hann sveiflaði fætinum útundan sér og lamdi honum af öllu afli í mjóalegg Jóa. Jói hnaut við og missti við það takið á handlegg Buddys. Buddy hentist í dauðans ofboði yfir til aðkomumannanna og greip dauðahaldi um læri annars þeirra. „Hjólpaðu mér!“ hrópaði hann, „hjálp- aðu mér, annars taka þau mig.“ Takið um læri mannsins var svo fast að hann gat sig ekki hreyft. Félagi hans nam einnig staðar. „Hver fjandinn ....?“ „Hlustaðn á mig! Það er satt, sem ég segi!“ öskraði Buddy, til að vera á undan ofsækjendum sínum með skýringar. „Þau drápu mann í nótt, og nú ætla þau að drepa mig . . . .“ Jói gerði ekki það, sem Buddy hafði vænst. Hann kom ekki æðandi og hremmdi bráð sína. Hann virtist allt í einu vera hinn rólegasti. Ekki einu sinni reiður. Hann var allur annar maður. Buddy skildi hvorki upp né niður á þeirri breytingu, sem á hon- um varð. I einni svipan var aðstöðunni breytt í uppgjör milli 'tveggja aldursflokka — lítill drengur gegn fjórum fullorðnum. „Og svona talar hann um föður sinn og móður,“ mælti Jói hnugginn í mæðutón. Konan tók upp vasaklút og þerraði aug- un. Það jók á áhrifin. „Það er ekki satt! Þau eru ekki foreldr- ar mínir!“ hrópaði Buddy í örvæntingu. Konan sneri við þeim baki. Herðar henn- ar skulfu án afláts, eins og hún berðist við grátinn. „Hann lýgur ekki með vilja. Það er hon- um ósjálfrátt,” mælti Jói umburðarlyndur. „Hann er haldinn svo ríku ímyndunarafli, að hann fær ekki greint rétt frá röngu. Hann er með sífellda höfuðóra, vesalingurinn litli.“ „Þau eru ekki foreldrar mínir, þau skrökva því,“ snökti Buddy. „Nei nei. En segðu þeim þá hvar þú átt heima,“ sagði Jói vingjarnlega. „Það stend- ur vonandi ekki á svari við því.“ „Holtgötu nr. 20,“ mælti Buddy hik- laust. Jói hafði á sömu stundu tekið upp vasa- bók sína. Hann opnaði hana og beindi henni að mönnunum tveim. „Hann viðurkennir þó, að hann búi heima hjá sér. Það er þó bót í máli,“ mælti hann raunalega. „Venjulega . . . .“ „Hann stal fimm dölum úr buddunni minni,“ skaut konan nú inn í með grát- kæfðri röddu. „Eg ætlaði að borga gas- reikninginn með þeim peningum. Svo stalst hann.á bíó. Hann hefur verið að heiman síðan um kaffi. Við vorum einmitt að finna hann rétt áðan. Og svona hefur hann látið alla leiðina heim.“ „Þau drápu mann “ æpti Buddy. „Þau brytjuðu hann niður með rakhnífi.“ „Það er hræðilegt til þess að vita, livaða kvikmyndir börnum er leyft að sjá,“ sagði Jói og hristi höfuðið. Konan hafði kropið fyrir framan Buddy og tekið til að þerra vanga hans og augu, móðurlega og huggandi. „Viltu nú ekki vera góði drengurinn? Viltu nú ekki vera þægur það sem eftir er?“ Aðkomumennirnir höfðu nú tekið al- gjöra afstöðu gegn Buddy. Tár konunnar og aumkunalegt umburðarlyndi mannsins höfðu riðið baggamuninn. Þeir litu hvor á annan. „Eg er feginn að hafa aldrei kvænzt aft- ur, Miki, ef þetta eru þakkirnar, sem . . . . “ Hinn maðurinn hratt nú Buddy frá sér, ekki mjög blíðlega. „Nú nú, slepptu mér, drengur,“ sagði

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.