Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 18
102 SJÓNARVOTTUR N. Kv. hann glottandi. „HQiistaðu á foreldra þína og gerðu eins og þau segja þér.“ Hann dustaði buxnaskálmina, þar sem Buddy hafði haldið og hreyfingar hans bentu til, að hann vildi vera laus allra mála. Og þeir félagar héldu leið sína. Hópsýningin 'að baki þeim hélzt óbreytt, svo lengi sem þeir gátu heyrt og séð það sem fram fór. Konan sat á hækjum sínum frammi fyrir Buddy, en það var engin móð- uihlíða í því taki, sem hún hafði tekið í skyrtuna hans. Jói beygði sig yfir hann aft- an frá. Það gat litið út fyrir, að hann væri að tala um fyrir honum í góðu. En hann hafði raunar náð aftur í handlegg hans og sveigt hann aftur á bak. Þar hélt hann hon- um í sömu helviðjunni og áður. „Djöfullinn þinn“, hvæsti hann - milli samanbitinna tannanna. „Náðu í bíl, Jói. Við getum ekki drasl- að honum þannig áfram götu úr götu.“ Þau hvísluðust á nokkrum orðum, en Buddy skildi ekki hvað þau fóru: „--------- skriflagarðinn. Krakkar leika sér þar oft.“ Það voru óhugnanlegar en skilningsréttar augnagotur, sem þau sendu hvort öðru. Það var sem rynni kalt vatn eftir bakinu á Buddy. Hann skildi ekki hvað þau áttu við, en það var eitthvað hræðilegt. Það var svo hræðilegt, að þau urðu að hvíslast á um það. „Skriflagarðurinn“. Það var stað- ur, þar sem óhugnanlegir og leyndardóms- fullir atburðir gátu gerzt og hefðu gerzt, at- burðir, sem aldrei fékkst nein vitneskja um, eða ekki fyrr en löngu eftir að þeir gerð- ust. Jói veifaði með lausu hendinni, og leigu- bíll ók upp að gangstéttinni. Og nú byrj- uðu þau aftur á sama sjónleiknum og áður. „Það skal verða í síðasta skipti, sem þú færð að fara með okkur,“ mælti konan og leit út undan sér til ökumannsins. „Og nú skaltu snáfa inn í bílinn.“ Þau tosuðu honum á milli sín að bílnum og inn í hann. Hann kom varla við jörðina með fótunum. Þau slengdu honum niður í mitt aftursætið og settust sín hvoru megin við liann. Hann var eins og poki milli þeirra. „Hornið á Amhurt og tuttugustu og ann- arri götu“, sagði maðurinn. Og um leið og bifreiðin rann af stað, hvíslaði hann að konunni: „Beygðu þig, svo að þú skyggir sem bezt á hann.“ Eitt andartak sat Buddy þannig í skjóli við konuna, að vagnstjórinn gat ekki séð hann í speglinum. Maðurinn notaði tæki- færið til að gefa Buddy vel útilátinn löðr- ung, svo að Buddy sá stjörnur fyrir augun- um og fékk suðu fyrir eyrun. Hann svim- aði ekki, en hann sat agndofa og hreyfing- arlaus nokkrar mínútur. Hann fann smá gerðan tannglerung á tungunni og það streymdu tár niður vanga hans. Og þó grét hann ekki. Bíllinn nam staðar við rautt ljós, og smám saman tókst Buddy að jafna sig eftir höggið. Það heyrðist lágur smellur í málmi, og Buddy sá livar maður skellti aftur síma- skrá annars vegar við götuna og slangraði síðan áfram. Lögregluþjónn — loksins! Það var hann, sem hann hafði vonast til að sjá, — hafði beðið um að bann fengi að sjá .... Konan virtist liafa lesið hugsanir lians, en einu andartaki of seint. Hönd með vasa- klút gerði tilraun til að finna á honum munninn og loka honum. Hann beygði höf- uðið til hliðar og beit í óvelkominn fingur rétt við munninn. Konan rak upp hálfkæft óp og kippti til sín hendinni. Buddy hrópaði upp eins hátt og hann gat:

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.