Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 20
104 S J ÓNARV OTTUR N. Kv. ekki hjálpa honum. Hann var glataður. Tárin streymdu niður vanga hans, en ekkert hljóð heyrðist í honum. „Nokkuð sérstakt húsnúmer?“ spurði vagnstjórinn. „Nei, þér getið stanzað við götuhornið,“ svaraði Jói prunkinn. „Við búum rétt upp í götunni.“ Bíllinn nam staðar og Jói borgaði áður en hann steig útúr bílnum. Hann vildi hafa báðar hendur lausar, þegar út kæmi. Þau drógu hann með sér eftir gangstéttinni. Bíllinn snéri á sömu leið og hann kom. „Heldurðu að hann þekki okkur aftur?“ hvíslaði konan áhyggjufull. „Það veltur ekki á því,“ svaraði Jói, heldur hvort hann þekkir drengskrattann. En enginn skal fá að sjá hann framar.“ Strax og bíllinn var horfinn, breyttu þau um stefnu, og flýttu sér yfir í aðra götu. VI. „Það er þetta þarna,“ sagði Jói lágt. Það var yfirgefinn leigukumbaldi með fastnegldum gluggum, — húshjallur, sem beið þess að verða rifinn. Framhliðin var öll í skugga, svo þau greindu hana varla, er þau námu staðar. Buddy varð þegar ljóst, að þarna inni hélt dauðinn til — og beið hans. „Sérðu nokkurn?“ spurði Jói. I sömu svifum brá hann handleggnum yfir um höfuð Buddys og þrýsti því upp að sér. Buddy gat þó ekki bitið liann á sama hátt og konuna. Þrýstingurinn að kjálkum hans var of mikill; hann gat ekki einu sinni opnað munninn. A þennan hátt hálfbar Jói hann á mjöðm- inni heim að dyrum hússins. Sver íréhleri hafði að mestu verið negldur fyrir dyrnar, en Jói smeygði lausu hendinni fyrir hann og gat sveigt hann það mikið frá, að hann gat troðist inn með Buddy í eftirdragi. Konan kom á eftir og færði hlerann í saint lag á eftir sér. Inni var niðamyrkur og loftið viðbjóðslegt. Þetta var ekki eingöngu dauð bygging, sem þau voru stödd í. Hér ríkti annar dauði. Dauðinn í ferðakistu, — ef íil vill. „Hvernig vissir þú að það var opið?“ spurði konan. „Hvað heldur þú?“ svaraði maðurinn með uggvænlegri áherzlu á orðunum. „Var það hér?“ spurði hún lágt. Maðurinn hafði tekið upp vasaljósker. Ljósið sýndi andartak stigaræfil, en var slökkt aftur. „Bíddu hérna,“ sagði maðurinn. „En reyktu ekki. Eg ætla að svipast um uppi í stiganum.“ Buddy gerði sér þegar ljósa ástæðuna íyrir því, að maðurinn harði hann ekki strax í rot. Hann vildi láta hann ganga sjálf- an upp stigann, ef þess væri kostur. Hann yrði of þungur meðvitundarlaus. Maðurinn hyjaði að drasla honum upp stigann. Knirk, knirk, rumdi í stiganum. Það voru fætur Buddys, sem slógust við stigin. Hann var allt of hræddur til að veita nokkurt viðnám. Enda þýðingarlaust. Eng- in sála var nærri, sem heyrt gat til hans, þótt hann hrópaði, eða reyndi að stympast við. Ur því að enginn gat hjálpað honum úti, þá mundi enginn verða til þess hér inni. Jói notaði ljóskerið með varúð. Hann kveikti á því aðeins andartak, þegar hann þurfti að lýsa fyrir sér á stigapöllunum. Hann þorði ekki að eiga það á hættu að nota það oftar en brýn þörf var á. Ljósið var eins og morsestafrof á svörtum pappír.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.