Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 21
N. Kv.
SJÓNARVOTTUR
105
Prikk, priklo. Ljósteikn, sem stöfuðu að-
eins eitt orð: Rauði.
Um síðir komust þeir alla leið. Það hlaut
að vera efsta hæð. Yfir höfðum þeirra var
brotinn þakgluggi. Hann virtist næstum því
jafn svartur og myrkrið í kringum þá. Að-
eins dauft skin nokkurra stjarna gaf til
kynna hvar hann var.
Jói þrýsti Buddy upp að veggnum og
hélt honum þar föstum með annarri hend-
inni um háls hans. Nii kveikti hann til fulls
á ljóskerinu. Hann vildi sjá hvað hann
gerði. Hann setti það frá sér á gólfið og
beindi birtunni framan í Buddy. Og nú
bjóst hann til að ljúka störfum með hinni
hendinni.
Ein mínúta, ef til vill hálf önnur mínúta,
var allur sá tími, sem hann þurfti. Lífið
slokknar hræðilega fljótt, jafnvel þótt það
sé slökkt með annarri hendinni.
„Nú geturðu kvatt, drengur minn,“ sagði
hann hæðnislega.
Hver sem á að deyja herst gegn dauðan-
um, af því — af því allt, sem lífsanda
dregur gerir það, — það er það sem er að
lifa.
Buddy gat ekki rifið sig af fjandmanni
sínum. Til þess var hann of kraftasmár. En
hann gat notað fæturna. Hann vissi að kvið-
urinn var viðkvæmasti hluti alls líkamans.
Hann gat ekki sparkað með fætinum, til
þess var Jói of nærri honum. En hann not-
aði hnéð og dró ekki af. Hann fann að það
hitti á réttan stað, — eitthvað mjúkt, eftir-
gefanlegt.
Dauðagildran hafði opnast; Jói greip
báðum höndum um kviðarholið. Buddy
vissi að eitt högg mundi ekki nægja. ÞeUa
var dauðinn og hann vægir engum. Nú
hafði hann fengið svigrúm til stærri átaka
og sparkaði á ný af öllu afli með beinum
fæti. Hann heyrði hljóð, líkt því að fótur-
inn hefði lent í votum svampi.
Maðurinn skall aftur yfir sig, svo langt
sem hann komst. Hann hlaut að hafa lent
á ljóskerinu. Það hóf dauðadans um gólfið.
Ljósið hvarf af Buddy, en snart Jóa síðan
andartak. Ljóskerið hélt áfram að velta um
gólfið. Birtan vísaði ýmist upp eða niður.
Ymist var bjart eða niðamyrkur.
Það brakaði og brast í viðum. Gólfið
virtist kippast til og það var eins og allt
liússkriflið riðaði til falls. Svo hófust ægi-
legir skruðningar, líkir þeim sem verða
þegar vörur eru látnar falla eftir flutnings-
rennibraut. Ljóskerið gaf birtu nokkrum
sinnum, en virtist á fleygiferð. Ekkert sást
úti í myrkrinu, enginn Jói, ekkert stigarið.
Ekkert. Og svo steyptist Buddy sjálfur nið-
ur í myrkurhafið; niður í tómið.
Andartaki síðan barst hljóð að neðan,
líkt og bergmál; og þó var það ekki berg-
mál. Það var sama hljóðið og þegar eitt-
hvað fellur snöggt og þungt til jarðar. Fell-
ur úr mikilli hæð. Það líkist jafnvel
skammhyssuskoti, og þó var það ekki það.
Kvenmaður heyrðist æpa, dimmri röddu,.
einhvers staðar niðri í myrkrinu:
„Jói! Jói!“
Brothljóð í viðnum hélt áfram um skeið:
Þong, pang. Rödd konunnar heyrðist ekki,
nema þetta eina skipti.
Buddy nam staðar. Það var eins og ein-
hver ósýnileg hönd hefði gripið til hans
utan úr myrkrinu og stöðvað hann. Hvar
vissi hann ekki. Múrbrotum og öðrum
óþverra rigndi yfir hann. — Nú var allt
orðið hljótt á ný. Grafarþögn. Hann var al-
einn í myrkrinu. Einhver innri rödd sagði
honum, að hann mætti ekki hreifa sig. Ekki
agnarögn. Hann aðeins stóð þarna, þrýsti
sér upp að veggnum eða einhverju. Hárin