Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 23
N. Kv. SJ ÓNARVOTTUR 107 sakamálalögreglunni, hinn fyrrverandi ijandmaður hans. Og það einkennilega var, að augu hans voru einnig undarlega vot. Jói lá þarna dauður. Höfuð hans skag- aði fram milli tveggja planka. Fylgikona hans var borin út á börum. Maður nokkur kom hlaupandi í þessum svifum. Það var eins og hann væri sjóveik- ur. „Við fundum tvær ferðatöskur þarna yfir í skotinu.“ sagði hann. „Við skulum ekki opna þær að sinni“, svaraði Ross aðvarandi. „Eg opnaði þær,“ svaraði hinn. Hann greip fyrir vitin og hentist rit. Buddy var ekið heim til sín í lögreglu- bílnum. Hann sat milli lögregluþjónanna — eins og hver annar dýrðlingur. „Eg þakka ykkur innilega fyrir, að þið ])jörguðuð mér,“ mælti hann kurteislega. „Það voru ekki við, sem björguðum þér. Þú gerðir það sjálfur, drengur minn. Við vorum hreinir aular. Við komum raunveru- lega nokkrum mínútum of seint. Við hefð- um að vísu alltaf náð þeim, en ekki mátti tæpara standa, að þú bjargaðist. Og að það tókst, máttu þakka sjálfum þér.“ „Hvernig gátuð þið vitað, að eg var þarna?“ „Það var ekki svo erfitt að rekja spor ykkar, eftir að við byrjuðum að leita fyrir alvöru. Lögregluþjónn inni í bænum mundi að hafa séð þig. Leigubílstjóri mundi hvar hann hafði skilað ykkur úr bíl sínum. Við hófumst aðeins handa of seint.“ „En hvers vegna fóruð þið að trúa mér, þegar þið trúðuð mér ekki í gær?“ „Það var ýmislegf smávegis, sem kom upp um þau,“ svaraði Ross. „Ýmsir smá- munir, cem stækkuðu við að tengjast sam- an í lieild. Frú Kellermann hafði minnt á útvarpsdagskrána, sem þú áttir að hafa heyrt þetta kvöld. Það virtist allt eðlilegt; tíminn stóð heima. En einmitt með því bjargaði hún þér. Eg náði sjálfur í sömu dagskrána í kvöld. Það var ekki vegna þess, að eg grunaði frú Kellermann um græzku. Eg náði í þessa dagskrá til gamans, hafði heyrt að hún væri mjög skemmtileg og á- hrifarík. Og það vantaði ekki að hún væri hvort tveggja. Þetta var framhaldsdagskrá — frá kvöldi til kvölds —, í lokin bað þul- urinn afsökunar á því, hvers vegna hún hafði fallið niður kvöldið áður. Þetta misræmi kom mér á sporið. Svo fór eg beint heim til þeirra. Nokkuð seint; en þó betur farið en heima setið. Þá hlýtur dansinn við þig að hafa verið í fullum gangi. Allt var í stakasta lagi í íbúðinni. Alveg eins og þegar eg kom þar áður. En þá var það handþurka, sem datt niður, þeg- ar eg gekk um baðherbergið — og þarna hékk líka brýnsluól fyrir rakhnífa, — ekki rakvélar. Það voru þannig lagaðir smá- munir, sem hjálpuðu mér, ekki mikilvægir í sjálfu sér, en býsna þýðingarmiklir, þegar saman komu. Komdu, drengur minn! Nú erum við komnir heim til þín. Eg skal fylgja þér inn.“ Það var byrjað að daga, og þegar Ross drap á dyr, sagði Buddy kvíðinn: „Nú fæ eg að kenna á því! Eg sem hefi verið úti alla nóttina!“ „Njósnari þarf stundum á því að halda að vera næturlangt að heiman,“ og Ross tók af sér leynilögregluskjöldinn og hengdi hann í jakka Buddys. Dyrnar voru opnaðar og þarna stóð fað- ir hans. Án þess að mæla orð hóf hann kreppta hnefana á loft. Ross greip um þá báða og hélt þeim föstum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.