Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 24
108
PITCAIRN-EYJAN
N. Kv.
„Nei, nei. Við skulum taka þessu með yður, að nota þá á meðlim leynilögregl-
ró! Þér verðið að gæta að því framvegis, unnar, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða
gegn hverjum þér hefjið þessa kraftalegu aðstoðarmann iir yngsta aldursflokki.“
hnefa. Það er ekki hættulaust, skal eg segja .Endir.
Chorles Nordhoff og James Normon Holl:
Pitcairn-eyjan
Halldór Ólafsson þýddi.
Framhald.
— Rauði hundur, öskraði hún og réðist
með villidýrsæði á stúlkuna, þreif í hár
hennar og varpaði henni niður í vatnið.
Hún settist ofan á hana, færði höfuð henn-
ar á kaf og hélt henni svo lengi niðri, að
henni lá við drukknun. Að lokum fékk hún
þó svalað reiði sinni. Hún reis á fætur sneri
fyrirlitlega bakinu að Prudence og byrjaði
að baða sig.
Prudence steig upp úr vatninu, batt á
sig mittisskýluna með skjálfandi höndum,
tók ausuna og hvarf inn á milli runnanna.
Þar nam hún staðar, snyrti hár sitt og gekk
síðan beina leið heim í eldhúsið til Fasto.
-—- Það er dálítið, sem ég má til með að
segja þér, sagði hún við hina rosknu konu,
sem sat í stól og var að mylja niður kókós-
hnetur handa fuglunum. — Þú hefur alltaf
verið svo góð við mig. Eg er ennþá svo ung
•og þú hefur verið mér eins og móðir. Nú
vil ég segja þér þetta, áður en aðrir fara
að slúðra um það.
— Um hvað, barn? Hvað er þetta? spurði
Fasto.
— Þessi alþýðukona var góðhjörtuð, og
einlægni stúlkunnar vakti hjá henni móður-
tilfinningar. Hún strauk blíðlega hönd
hennar. — Hvað er það harn? endurtók
hún.
Prudence hikaði augnablik, áður en hún
liélt áfram. Það er erfitt fyrir mig að segja
þér það, en það er betra að ég geri það
lieldur en einhver annar. — Þú skalt hafa
augun opin. Williams er góður maður og
elskar þig. En allir menn eru veikir gagn-
vart öðrum konum. Hutia hefur lengi viljað
ná í hann. Nú hittast þau á hverjum degi í
kjarrinu, meðan þú og Tararn takið ekki
eftir neinu. Ég sé að þú trúir mér ekki. En
farðu sjálf og sjáðu. Feldu þig í nánd við
stóra pandarustréð á þeim tíma, sem Willi-
ams segist ætla að fara í bað. Maður þinn
mun koma og Hutia líka.
Fasto sat álút og augu hennar voru full
af tárum, en hún hélt áfram að strjúka hönd
telpunnar.
— Ég get ekki trúað þessu, barn, en ég
mun gera eins og þú segir. Skyldi ég eiga
eftir að sjá manninn minn með Huitu? ....
ó, mér mun ekki verða svefnsamt í nótt.
Þegar tunglið kom upp næsta kvöld, var