Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 26
110
PITCAIRN-EYJAN
N. Kv.
ið með varúð á þófturnar, eins og hann gæti
ekki trúað því, að það væri tilfinningar-
laust. Eftir skipun innfædda stýrimannsins
þaut báturinn út í gegnum brimgarðinn.
Williams reri þegjandi, álútur og þreytu-
legur, meðan báturinn rann framhjá odd-
anum og stefndi norður á Bountyflóaim.
Sjötti kafli.
Nokkrum dögum eftir að búið var að
brenna Bounty, hafði Minarii valið stað
fyrir musterisbyggingu, sem bann og aðrir
trúbræður bans ætluðu að reisa. Heimilis-
laus flökkumaður getur haldið guðsþjón-
ustu með því að krjúpa við hafið, sem allt
hreinsar og er uppspretta alls sem heilagt
er, en menn, sem hafa sezt einhvers staðar
að, verða að byggja sér musteri. Hinir sex
Tahitibúar, sem þarna voru, tilbáðu guðinn
Táaroa, og honum ætluðu þeir að vígja
musteri sitt.
Stundum einn og stundum í félagi við
Tetahiti, bafði Minarii farið rannsóknar-
ferðir um þá staði á eynni, sem hann hélt
að hvítu mennirnir hefðu minnstan auga-
stað á, og að lokum hafði hann fundið stað-
inn, sem hann leitaði að, á skógi vöxnu
liæðardragi, sem lá á milli hæstu tindanna.
Hann var einn síðari hluta dagsins, sem
hann byrjaði að fella skóginn, og hafði
ekki unnið lengi, þegar hann varð þess vís,
c:ð aðrir menn höfðu komið þarna saman
lil guðsþjónustu á undan honum. Þegar
hann var að ryðja hurt trjástofnum, rakst
hann á hleðslu úr mosavöxnum steinum,
sem var þannig gerð, að maður gat kropið
fyrir framan hana. Rétt þar hjá stóðu ivö
líkneski með mannslögun. Fyrir framan
annað þeirra var kantaður steinn, sem hann
átti mjög erfitt með að lyfta upp. Hann
varð að neyta allra krafta, en að lokum
tókst honum að lyfta steininum og undir
honum sá hann beinagrind úr manni, með
hendurnar lagðar yfir brjóstið og höfuð-
kúpuna hvílandi á skál úr perluskeljum.
0, hrópaði hann og náði varla andanum.
—- Maður af mínurn kynstofni og frá landi,
þar sem perluskeljar finnast.
Hann liorfði á beinagrindina um stund,
síðau lét hann steininn aftur yfir hana og
gekk burt frá þessurn grafreit forfeðranna.
Trúarbrögðin eru stór þáttur í öllum störf-
um Tahitibúa og alltaf, nema í stríði, bera
þeir djúpa virðingu fyrir þeim dauðu.
Beinin skyldu fá að hvíla í friði og enginn
steinn úr gamla musterinu skyldi verða not-
aður í það nýja.
Minarii valdi staðinn þarna rétt hjá og
mældi út ferhyrndan reit, sem var sex faðm-
ar á hvern veg. Það var nóg af steinum í
gjánni fyrir neðan. Vinnan byrjaði. Tahiti-
húarnir unnu þarna allar stundir, sem þeir
höfðu tín’ia til þess. Smátt og smátt miðaði
musterisbyggingunni áfram. Pallur var
]»yggður úr grjóti og ofan á hann hlaðinn
lítill pýramídi. Hornsteinar í hann voru
hinir heilögu steinar, sem fluttir höfðu ver-
ið frá Tahiti. Hofið var umgirt risastórum
trjám og þéttum gróðri.
Fyrir sólarupprás dag nokkurn snemma
í apríl var Minarii, ásamt félögum sínum,
að leggja síðustu hönd á musterisbygging-
una og undirbúa trúarathöfn, sem var í því
íólgin að vekja guðinn. Mennirnir voru
berir í beltisstað, sem átti að tákna undir-
gefni og auðmýkt. Skömmu síðar, meðan
allir biðu í djúpri þögn, fór Minarii afsíðis
til þess að klæða sig í hið heilaga klæði,
sem honum bar að bera við þessa heilögu
athöfn. í austri ljómaði árdegisroðinn, er
hann kom aftur ldæddur í víða svarta kápu.
Félagar hans krupu niður við steina sína