Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 27
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 111 jneðan prestur þeirra lyfti höndum móti hinni rísandi sól: Skýin þjóta um himininn. Skýin eru vöknuð. Rísandi skýin, sem hefja ferð sína að morgni, fara hærra og hærra, og drottinn úthafsins gerir þau hæf til að mynda sveig um sólina. Skýin hefjast á loft, leysast sundur, þjóta áfram og sam- einast að nýju í róslitaðan boga um sól- ina. Hann laut höfði og beið þar til fvrstu geislar sólarinnar ljómuðu um hæðadrögin. Þá sneri hann sér að Tetahiti, sem fór á bak- við litla pýramídann og kom aftur með lítið haglega gert skrín. Það var bústaður guðs- ins. Nú trúðu þeir að hann væri nærri. Mi- narii sneri sér hljóðlega til hans: Hlýð þú á oss Táaroa! Bænheyrðu oss. Vernda þú íbúa þessa lands. Vernda þú oss og lát oss lifa í þér. Vernda þú oss! Við erum menn. Þú ert vor guð. Söngurinn hætti og augnablik leið í djúpri þögn. Að síðustu sagði presturinn: Ó, Táaroa, við höfum vakið þig. Sofðu r.ú aftur. Athöfninni var lokið. Skrínið var sett á sinn stað í pýramídanum og Minarii fór inn í litla kofann til þess að klæðast sínum venjulegu fötum. Þá heyrðust raddir innan úr skógarþykkninu og augnabliki síðar komu þeir Mills og Mc Coy í ljós. Þeir námu staðar, er þeir sáu Tahitibúana, en nálguðust síðan afgirta svæðið. Mc Coy horfði undrandi á það, sem gert hafði ver- ið. — Þetta er vel unnið, sagði hann. •— Þetta hafið þið e.inir gert, Tetahiti. Tahitibúarnir horfðu alvarlegir á hann. — Þetta er hof, sögðu þeir, þar sem við tigniim guð okkar. — Hvað er hann að segja, spurði Mills jneð fyrirlitningarhreim í röddinni. An þess að bíða svars gekk hajm í gegnum hlið- ið og horfði á hafið. Haim var rétt að stíga upp á steinpallinn, þegar Minarii, sem var kominn til baka frá kofanum, lagði hönd- ina á handlegg hans. — Herðar þínar! Sviptu klæðum af herðum þér, áður en þú stígur fæti þínum hér. Mills, sem varla skildi orð í máli hinna innfæddu manna, hristi liann af sér og hélt áfram. Mc Coy kallaði óttasleginn til hans: — Ertu genginn frá vitinu, John? Hann hiður þig að afklæða þig um herðarnar. Þetta er þeirra kirkja. Þú ferð þó ekki í kirkju með hattinn á höfðinu. Mills hló lágt og vandræðalega. — Þú kallar þetta kirkju! Þetta er bölvað heið- ingjahof. Það er sama hvað það er. Eg vil fá að skoða það nánar. Tahitibúarnir fá mig ekki til að fara úr skyrtunni. Áður en hann var kominn þrjú skref á- fram, hafði Minarii gripið í handlegg hans og varpað honum til jarðar af svo miklu afli, að hann næstum því missti meðvit- undina. -— Fíflið þitt, hrópaði Mc Coy. Þarna hefur þú hlaupið á þig. Minarii stóð og beygði sig með haturs- fullu augnaráði yfir mótstöðumann sinn. í andlitum hinna innfæddu manna lýsti sér sá ótti, sem hafði gripið þá, þegar þeir sáu að Mills var kominn að því að saurga helgidóm þeirra. Til allrar hamingju fyrir Mills, var Mc Coy, sem gat talað mál Ta- hitibúa nokkurn veginn reiprennandi, fær um að stilla íil friðar. Stilltu skap þitt, Minarii, sagði hann. •— Þú hefur á réttu að standa, en þessi maður

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.