Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 32
116 um gafst hann upp við það og lét sér nægja að umgangast Prudence. Williams forðað- ist Huliu. Hann vissi, að til þess að geta haldið loforð sitt yrðu fundir þeirra að hætta. Aðeins hvíldarlaus og erfið vinna veilti honum hugsvölun. Morgun nokkurn í júnímánuði, er Mills vaknaði, sá hann að Williams var farinn. Þetta kom honum á óvart, því að járnsmið- urinn var vanur að ganga stöðugt um gólf fram eftir nóttunni og vaknaði því venju- lega seint. Williams hafði daginn áður ver- ið önnum kafinn við að smíða öngla fyrir hlökkumennina. Þegar leið á morguninn, varð Mills, sem vann við skógarhögg skammt frá húsi sínu, enn á ný undrandi, er hann heyrði ekki hamarshögg frá smiðj- unni. Um klukkan níu var hann orðinn svo órólegur, að hann þurrkaði svitann af enni sér og lagði öxina frá sér. Rétt í þessu kom Martin í áttina til hans. Eitt augnablik gleymdi Mills járnsmiðnum. — Hver fjandinn gengur að þér, hróp- aði 'hann. — Ég þori að bölva mér upp á, að þú hefur ekki snert á verki í morgun. — Eg hugsa, að eg hafi gert eins mikið og þú, svaraði Martin. ' — Hvar er Jolin? spurði Mills. — Það var einmitt það, sem ég gjarnan vildi fá að vita. ■— Þú hefur ekki séð hann? — Nei. En stóri báturinn er horfinn. Alex Smith er nýkominn upp frá Bounty- flóanum; hann og Christian eru nú uppi á fjallinu. Það er ekki vafi á því, að John hefur tekið bátinri og sr farinn. Mills hraðaði sér eftir veginum að húsi Christians og áfram að hæðinni, sem geita- kofinn stóð á. Á nrðri leið mætti hann hin- um, sem voru að koma þaðan. — Er það satt, að John sé farinn með bátinn? N. Kv. Christian kinkaði kolli og flýtti sér síð- an niður fjallið. Þeir stönzuðu hjá húsi Christians meðan hann skýrði Maimati frá því, hvernig kom- ið væri, og sendi eftir nokkrum af Tahiti- húunum. Þeir flýttu sér niður á lendingar- staðinn. Fólkið horfði þögult á, meðan Christian setti einn bátinn niður. Með Mi- narii í stafni reri hann út í gegnum brirn- garðinn, fram hjá svörtu skipsflakinu, sem lá þar milli klettanna. Christian tók stefnu í norðaustur, greip til árinnar og reri hraustlega. Það var farið að lygna fyrir íveimur klukkustundum, og sólin skein dauft í gegn- um skýjaþykknið. Hafið var slétt eins og spegili og hægur sunnan andvari. Að klukkustund liðinni benti Minarii fram fyr- ir sig. Ut við sjóndeildarhringinn sást mast- ■ur og segl, en báturinn sjálfur sást ekki ennþá. Williams sat á öftustu þóftunni og lét andlitið hvíla í hendi sér. Við og við rétti hann úr sér og leit til lands. Hann óttaðist að sér yrði veitt eftirför, en vonaði að vindurinn héldist, svo að þeir næðu honum ekki. Hann hafði komizt að raun um, að hann gat ómögulega róið; varla fært ár- arnar til. r Attaviti úr Bounty lá við aftur-þófturnar ásamt byssu Williams, litlum forða af mat- mælum og nokkrum flöskum fullurn af vatni. Járnsmiðurinn liafði hugmynd um í hvaða átt Tahiti var og vissi, að hann fengi hagstæðan byr, ef hann aðeins kæmist út á opið haf. En það, sem réði þessum gerðum hans, var það eitt að komast burt frá Pit- cairn-eyjunni. Honum var sama íil hvaða annarrar eyjar hann kæmist. Það gat vel farið svo að hann kæmist til Tahiti, hugs- aði hann, eða þá til einhverra af kóraleyj- PITCAIRN-EYJAN

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.