Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 34
118 PITCAIRN-EYJAN N.Kv. segðu félögunum, að ég skuli koma þegav eitthvað liggur fyrir, sem þarf að vinna. Það var liðið á daginn og skuggarnir í rjóðrinu voru farnir að lengjast. Grasið var Ityrjað að liylja öskuna í kringum svarta trjástofnana. Ur kofadyrunum var fögur út- sýn til hafsins. Snjóhvílar kríur svifu ívær og tvær saman uppi í loftin. Það var kom- ið að varptíma þeirra, og þær sveifluðu sér hver á eftir annarri gegnum loftið. Það var logn og loftið rakt og mollulegt. Williams reis á fætur, bölvaði hitanum, gekk iim í lítið eldhús, bak við kofann og kveikti þar bál til þess að elda kvöldmatinn. Sólin var að ganga til viðar og rauðum og fjólublá- um lit sló á hafflötinn. Þetta var alltof dá- samlegt kvöld til þess að hægt væri að ganga til náða. Fyrir dagrenningu morgun- inn eftir var járnsmiðurinn á ferli og í fyrstu morgunskímunni var hann á leið yf- ir fjallsásinn heim til Christians. Alexander Smith vaknaði um svipað leyti. Eins og Williams hafði hann alla nóttina velt sér í rúminu og bölvað hitan- um, á milli þess sem hann blundaði stund og stund. Hann opnaði dyrnar, neri augun, teygði úr sér og geispaði. Tunglið, sem var næstum því fullt, var ennþá á lofti, en hulið skýjum í vestrinu. Stóri rauði haninn í purautrénu baðaði út vængjunum, galaði og horfði með beygðan hálsinn til jarðar. Hann reigði sig allan og galaði aftur eins og hann væri í djúpum hugleiðingum. Síðan sló hann út vængjun- unýog flaug þunglamalega til jarðar. Hvert á eftir öðru flugu hænsnin niður á eftir honum. Síðasta hænan hristi sig reiðilega. Haninn hoppaði til hliðar, dró vængina með jörðinni og leit á húsbónda sinn eins og hann vildi segja: ;— Þá er þetta búið. Gefðu okkur nú morgunmatinn. Smith hló. Hænsnin eltu hann í þéttum hóp að eld- húsdyrunum. Hann settist á þrífættan stól, sem þar var og byrjaði að mylja niður kók- oshnetur. Hvítt kókoshnetumjölið sáldrað- ist niður á tréfat, sem stóð hjá honum. Hann hætti við og við, til þess að bragða á mjölinu, og hló þegar hann sá, hve óþol- inmóð hænsnin stóðu og biðu í hálfhring í kringum fatið. Síðan stóð hann upp, kall- aði á hænsnin eins og blökkumennirnir gera, fleygði kókoshnetumjölinu í smá- flekki á gólfið og hænsnin þutu til að tína það upp. Þegar svínin heyrðu hina vel þekktu rödd húsbónda síns, byrjuðu þau að ríta í stíjum sínum. Smith flýtti sér til þeirra og lét það, sem eftir var af kókoshnetumjöl- inu í trogin hjá þeim. Eins og margir sjó- menn hafði hann mikið yndi af allri vinnu, sem kom landbúnaði við. Það var kominn albjartur dagur. Balha- di kom út í dyrnar, bauð manni sínum bros- andi góðan daginn og fór út í eldhúsið lil þess að tilreiða morgunverðinn. Smith fór rit skyrtunni og þvoði sér úr stórum bala fullum af vatni. Þegar hann var búinn að þvo sér, lagði hann af stað í sína venjulegu eftirlitsferð, til þess að athuga plönturnar. Afgirta svæðið umhverfis hús lians var hálf ekra að stærð, og aldingarðurinn, sem hann hafði ræktað þar og prýtt með stein- lögðum stígum og blómabeðum, var hon- nm til mikillar ánægju. Vorið nálgaðist hröðum skrefum. Hann nam við og við staðar til þess að athuga nýgræðinginn og anda að sér ilmi blómanna. Stundum rétti hann úr sér og athugaði nýbyggða húsið sitt. Young var ekki duglegur maður og því síður laghentur, svo að Smith hafði næst- um því byggt húsið einn. Hann hafði alltaf mikla ánægju af að skoða þetta verk sitt. Húsið var vandlega byggt, og nýja þakið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.