Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 36
120 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. kærleikans. Krakkar og skriðdýr fara þá úr skel sinni og fiskurinn, sem þá veiðist er bonit. Börn með stór augu og rautt hár fæð- ast þá nótt .... Hann þagnaði skyndilega og kippti í færið. Smith horfði á hann með mikilli at- hygli og dáðist að dugnaði hans við að inn- hyrða fiskinn, sem hann dró. Rétt í því varð Smith var. I hálfa klukkustund drógu þeir báðir af kappi. Smith varð fyrr þreytt- ur. Hann hafði veitt gríðar stóra skepnu, eins konar túnfisk, sem nú lá í bátnum. Það þurfti mikið snarræði til þess að ná hon- um, en Tetahiti tókst að ná í sporð hans, meðan Smith hélt í færið, og gat í einni svipan fleygt honum inn í hátinn. Þessi fisk- ur vó hundrað pund eða meira. Þegar þeir voru á leiðinni til lands, versnaði veðrið stöðugt. Norðan aldan barst inn á flóann, og gerði landtökuna var- hugaverða. Minarii beið þeirra á strönd- inni og hjálpaði þeim til að draga hátinn á land. —' Þið komið á síðustu stundu, sagði liann. — Það er óveður í aðsigi. — Þið er- uð þreyttir. Ég skal hera fiskinn fyrir ykk- ur. Hann batt fiskana saman á sporðunum, lagði byrðina yfir axlir sér og gekk síðan af stað eftir mjóum stígnum. Það var komið undir miðjan dag. Verka- mennirnir voru komnir heim úr skóginum, og reykinn lagði upp frá eldhúsunum á þessari litlu nýlendu, Minarii lagði byrð- ina frá sér hjá húsum blökkumannanna og henti þjóni sínum, Hu, að koma og skera fiskinn í sundur. Konurnar söfnuðust sam- an í kringum þá og létu í ljós undrun sína yfir veiðinni. Meðal blökkumannanna þekktist ekki að kaupa og selja. Þegar fisk- ur veiddist var honum skipt í jafn marga hluti og íhúarnir í nýlendunni voru, og allir fengu jafnt. Þessi siður var fyrir löngu orð- inn hefðbundinn á Pitcairn-eynni. — Eg get tekið Browns hlut með mér til hans, sagði Minarii. Hu og Te Moa settu það, sem eftir var af fiskinum á stöng, sem þeir báru á milli sín, og lögðu síðan af stað upp eftir stígnum. Smith fór á eftir þeim. Mary, kona Mc Coy, stóð fyrir fram- an húsið sitt. Hún var komin langt á leið og átti erfitt með að beygja sig, til þess að taka upp fiskstykkið, sem var fleygt í gras- ið við fætur hennar. — Halló, Will! hrópaði Smith. — Hérna er fiskur handa þér. Mc Coy og Quintal komu út í dyrnar. — Þakka þér fyrir, Axel, þú ert heiðurs- maður. Þetta er þá bonit. — Já, skaut Quintal inn í. — Hann er næstum því eins góður og buff. Eftir að þeir höfðu komið við hjá Mills, og voru komnir heim til Smith, sendi hann báða blökkumennina frá sér, og hélt sjálf- ur heim til Christian ásamt Balhadi. Hún tók með sér taro-búðing vafinn inn í ný, græn blöð. — Handa Maimiti, sagði hún til skýr- ingar. — Hún mun áreiðanlega ekki slá hendinni á móti honum. —- Hvenær býst hún við að ala barnið? — Það hlýtur að verða núna þessa dag- ana — í dag eða á morgun býst ég við. Christian mætti þeim í dyrunum, og Bal- hadi færði fiskinn og búðinginn yfir í eld- húsið. — Fallegur fiskur, Smith! — Eg tel að hann vigti hundrað pund, herra, sagði Smith drýgindalega. Tetahiti fékk annan, sem vel hefði getað verið tví- burabróðir þessa hérna. Það er nóg fyrir okkur öll, og meira en það. — Þið verðið hérna og borðið með okk- ur miðdagsmatinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.