Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 39
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 123 ins, sem voru í skjóli fyrir vindinum, stóðu opnar. Smith hitti Christian inni í stofunni ásamt Jenny og Taurna. — Balhadi er inni hjá henni, sagði hann um leið og liann dróg gestinn afsíðis. — Fæðingarhríðirnar eru byrjaðar. Hvernig gengur með bátana? — Þeir eru allir farnir nema stóri bát- urinn, svaraði Smith vandræðalega. Sjór- inn gengur nú hærra, en nokkrum manni hefði getað komið til hugar. Fyrir klukku- stund síðan var allt kyrrt, en þá kom stór alda og hún tók þrjá bátana. Þá kom augna- bliks hlé og við gátum í gegnum særokið séð að Bounty var horfinn. Christian gekk nokkrar mínútur um gólí í æstu skapi. Svo nam hann staðar og hlust- aði við dyrnar að næsta herbergi. Farið þið Jenny inn til hennar og segið, að eg hafi farið niður að lendingarstaðnum og verði ekki mjög lengi í burtu. Svo sneri hann sér að Smith. — Komdu með, eg hef ekkert að gera hér núna. Þeir mættu Young og hóp af konum hin- um megin við hæðardragið, þar sem þau stóðu hálfbogin í storminum og horfðu á hinar tröllauknu öldur, sem komu inn Bountyflóann. Það var ómögulegt að tala saman fyrir veðurgnýnum, en Young tók í handlegg Christians og benti á staðinn, þar sem Bounty hafði legið. Ekkert var sjáanlegt af skipinu. Bárurnar skullu langt upp á land, og þegar grillti í gegnum sæ- drifið, sá Christian, að flóinn var þakinn trjám og trjástofnum, og það litla undir- lendi, sem var við lendingarstaðinn var brotið upp. Storminn var farið að lægja, þegar þessir þrír menn sneru loksins við aftur og héldu heim til Christians. Þegar þeir komu í dyrnar heyrðu þeir veikan barnsgrát í gegnum veðurgnýinn. Dyrnar að hinu her- berginu opnuðust, Jenny og Taurna komu brosandi inn og Balhadi á eftir þeim. Hún hneigði sig fyrir Christian. — E tamatao, piltbarn, sagði hún. Um leið og hún lokaði hurðinni sá hann Maimiti liggjandi í mjúkri livílu, og við hlið hennar lá barn, reifað í mjúkt lín ixr innlendu efni, og grét án afláts. Maimiti var föl og tekin, en hamingjan skein úr augum hennar. Balhadi tók línið frá and- liti barnsins. — Sjáðu, sagði hún stutt. — Hefur nokkurn tíma sézt svona fallegur drengur! — Þii þekkir spakmælið okkar: — Barn fætt í fárviðri lifir í friði. Young brosti, þegar Christian kom inn í herbergið. — Það fer vel á því, að barnið þitt skyldi verða fyrsta barnið, sem fædd- ist hér, sagði hann, um leið og liann rétti fram hendina. Hvað á hann að heita. — Ekkert, sem minnir á England, svar- aði Christian, — Sinith, Balhadi hefur sýnt það í dag, að hún er sannur vinur okkar. Þú skalt verða guðfaðir barnsins. Gefðu honum nafn Sjómaðurinn hló og klóraði sér á bak við eyrað. — Þii vilt ekki að hann heiti nafni, sem minnir á England? Nú veit eg hvað hann á að lieita. Þú getur látið liann heita eftir deginum, sem hann fæddist á, ef þú þá veizt hvaða dagur það er. Faðirinn brosti þungur á brún um leið og hann gætti í almanakið. — Þetta var góð tillaga, Smith. Það er fimmtudagur í dag og nú er október. Fiimntudagur Október Christian skal hann heita. Hann leit út í gegnum dyrnar. — Þarna koma hinir. Hinir uppreisnarmennirnir og konur þeirra komu nú upp að húsinu. Karlmenn- irnir tóku í hönd Christians og óskuðu hon- um innilega til hamingju, en konurnar gengu inn í herbergið og settust á gólfið

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.