Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 41
N. Kv.
PITCAIRN-EYJAN
125
hans. Hann stóð á fætur, þurrkaði moldina
aí höndum sér og sagði aðeins: — Góðan
daginn, herra. Síðan brosti hann til Young
og kinkaði vingjarnlega kolli til Smith.
— Hvað á að gróðursetja í dag herra
Christian?
— Eigið þið meira af þessum löngu
brauðrótum?
—- Já, það er til nóg af þeim. Eg álít að
það sé bezta tegundin.
— Brown fór með þá á stað, sem lá hjá
skuggsælu tré. Þar óx mikið af brauðrót-
um og allar af sömu tegund. Hver rót vóg
að meðaltali um og yfir finnntíu pund.
Meðan Christian talaði við garðyrkju-
manninn fóru félagar hans út í eldhúsið og
koniu aftur með tíu poka úr stórriðnu neti
og þrjár burðarstengur. Pokarnir voru fyllt-
ir af brauðrótum, sem voru lagðar þannig í
þá, að frjóangarnir gætu ekki skemmst.
Young var ekki sterkur og byrði hans varð
því að vera létt. En Smith og Christian gátu
hvor um sig borið hundrað pund á burðar-
stöngum sínum. 1 landi, þar sem hvorki
voru til vagnar né dráttardýr, voru flutn-
ingar ekki mögulegir á annan hátt.
Christian beygði sig niður, setti stöng-
ina yfir öxl sér og stóð upp með byrði sína.
Hann gekk á undan út á nýruddan akurinn,
hér um bil 400 metrum fyrir vestan kofa
Browns. Þessir þrír menn voru búnir að
troða stíg í gegnum kjarrið. Landið hall-
aðist þarna lítið eitt í suður og allt var
vaxið skógi. Christan þurrkaði svitann af
enni sér, þegar hann lagði byrðina af sér.
Allt hafði verið undirbúið daginn áður.
Young byrjaði að skera af brauðrótunum,
sem margar voru mjög stórar. Smith og
Christian grófu með hökum holur í sam-
hliða röðum og settu plöntur og mold nið-
ur í þær. Síðan jafnaði Brown moldina í
kringum frjóangana.
Þeir imnu af miklu kappi fram til klukk-
an 10 og kepptust við að hafa á undan
Young. Þeir höfðu farið úr skyrtunum, og
svitinn rann niður um herðar þeirra og bak.
Sólin skein beint niður á þá, þegar Christi-
an fleygði verkfærunum frá sér og þurrk-
aði sér í framan með berum handleggnum.
— Við skulum hætta að grafa, sagði hann
við Smith.
— Já, herra. Eg er orðinn þreyttur.
Young fylgdist með þeim að skuggsælu
stóru tré, þar sem þeir helltu vatni yfir
sig úr stórri ausu. Smith fór lengra inn í
runnann, og kom aftur með kókóshnetur og
stórt laufblað, sem þeir breiddu á jörðina
í staðinn fyrir dúk. Hann tók upp hníf, sem
hann bar við belti sér, skar hneturnar í
sundur og bauð félögum sínum.
Christian hallaði höfðinu aftur á bak og
teygaði svalandi safann úr einni hnetunni.
Hann brosti um leið og hann kastaði tómri
hnetunni frá sér.
— Þetta er dásamleg eyja, sagði hann.
Safinn úr ávöxtunum er eins og bezta vín.
—- Hvað skyldu stúlkurnar liafa gefið
okkur í nesti í dag? spurði Young og gægð-
ist niður í körfuna. Smith breiddi grænt
blaðið á jörðina, og byrjaði að taka upp
úr körfunni steiktan fisk, kjöt, soðnar
brauðrætur, sem voru .skafnar og vafðar
inn í blöð, og litla flösku af kókóssafa. Þeir
settust allir niður í grasið og voru rétt
byrjaðir að borða, þegar Jenny kom með
stórt tréfat, sem hún setti fyrir framan þá.
— Búðingur, sagði hún.
Þegar hún var farin tóku þeir rösklega
til matar síns. Þeir luku við fiskinn og
kjötið, og búðingurinn, sem var mjög góð-
ur, fór sömu leið. Þegar þetta allt var búið,
stundi Smith af ánægju.
— Nú væri gott að fá sér dálítinn blund,
sagði hann um leið og hann stóð með erf-