Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 42
126 PITCAIRN-EYJAN N.Kv. iðismunum á fætur. — Eg hef borðað of mikið. Fimm mínútum síðar liraut hann hátt undir tré skammt frá þeim. Christian sneri sér að Young. — Hann er duglegur maður, sagði hann. — Já. Eg hef kynnst honum vel nú upp á síðkastið. Það er skaði, að hann skyldi ekki hafa fengið hetra uppeldi. Christian kinkaði kolli. — Hann er sann- ur Englendingur og skapaður til þess að stjórna. En lífið hefur leikið hann grátt. Hver getur með réttu ásakað hann, þótt hann hafi leiðst út í óreglu. Eg get það að minnsta kosti ekki. Smith er tæplega læs eða skrifandi, og þó er hann fæddur prúð- menni. Þeir þögnuðu. Sólin skein beint á þá, og litlu síðar fluttu þeir sig í skugga undir stórum trjástofni. — Sjómenn eru oft ein- kennilegir, sagði Christian, eftir dálitla stund, — og það eru margvísleg örlög, sem þeim eru húin. Við höfum verið saman frá því Bounty fór frá Spithead, og nú eigum við að vera hér það sem eftir er ævinnar. Og þó veizt þú ekkert um mig og eg ekkert um þig. Hvar áttir þú heima Young? Segðu inér eitthvað um þig, áður en þú fórst til sjós. — Eg er fæddur í Vestur-Indíum á eynni St. Kitts og bjó þar þangað til eg var 12 ára gamall. — Eg hef verið þar, sagði Christian, — það eru átta, nei, níu ár síðan! Við konium þangað til þess að sækja sykur, og eg fór í íand. Eg var ungur þegar þetta var. — Við bjuggum dálítið fyrir utan bæ- inn, hélt Young áfram, — við rætur Mon- keyfjallsins. Mér þótti vænt um eyjuna og kunni þar vel við mig. Svo var eg sendur til Englands í skóla. Hér í Suðurhafinu kanú eg miklu betur við mig en í Englandi. — Það er einkennileg tilviljun að við skulum báðir vera eyjaskeggjar. Eg dvaldi í æsku á eynni Mön. Eg talaði málið, sem þar var talað. Það líktist dálítið máli Há- lendinganna. Christian brosti raunalega. — Eg heyri ennþá rödd fóstru minnar, þegar hún söng kvæðið um Illiam Dhone. — Hver var hann? William Christian ættfaðir minn. Hinn ljósi Illiam hét hann á okkar máli. Hann var tekinn af lífi árið 1662 fyrir drottinsvik gegn greifafrúnni af Derby, sem þá var drottning eyjarinnar. Hann var saklaus. Smith svaf í tvær klukkustundir og á meðan töluðu þeir margt um fortíðina. Síðan tóku þeir aftur til við vinnuna. Það var orðið skuggsýnt, þegar þeir lögðu frá sér verkfærin og héldu heim, fram hjá húsi Browns og yfir hæðardragið. Sumarið 1791 var heitt og votviðrasamt. Brauðræturnar þroskuðust ágætlega. Þær voru orðnar fullþroskaðar, þegar jörðin var orðin þurr um haustið og veturinn byrjaði í júnímánuði. I miðri húsaþyrpingunni, nálægt húsi Mills hafði verið hyggt sameiginlegt forða- geymsluhús. Á sterkum mannhæðarháum stöplum, með traustri undirstöðu hafði ver- ið reist hús, sem tók meira en tuttugu tonn af brauðrótum. Auk þess var þar geymsla fyrir ávexti og þurrkaðan fisk. Þessum forða átti að skipta jafnt á milli íbúa ný- lendunnar. Þegar brauðræturnar höfðu verið grafn- ar upp, tóku karlmennirnir þær og báru á burðarstöngum sínum til kvenfólksins, sem síðan hlóð þeim upp. Löngu brauðræturnar voru lagðar þvert yfir hinar, og dag frá degi hækkuðu hlaðarnir, þar til maður gat að síðustu séð, að verkinu var að verða lokið. Það kvöld var fjórum stórum svínum

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.