Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 44
128
BÆKUR
N.Kv.
Arngrímur Fr: Bjarnason:
Vestfirzkar Þjóðsögur
Reykjavík 1955: — Isafoldarprentsmiðja:
Enn kemnr nýtt þjóðsögusafn á markað-
inn. Að vísu hefir safnandinn þegar lagt
nokkuð af mörkum til þeirra fræða, og er
hér eftir því sem hann tjáir í formála um
einskonar eftirhreytur að ræða frá hinu
mikla vestfirzka þjóðsagnasafni, sem hann
átti hlut að eftir lát Helga Guðmundssonar.
Heitir hann einnig ljósprentaðri útgáfu á
litla þjóðsagnakverinu, sem hann og Odd-
ur Gíslason gáfu út 1909.
I þessu hefti, sem er fyrri hlutinn af
bindi því, er safnandi hyggst gefa út, kenn-
ir margra grasa. Þar eru allmargar örnefna-
sögur, sagnir frá liðnum tímum í hinum
gamla stíl um útilegumenn, tröll og drauga,
en einnig allmargar fyrirburðasagnir frá
seinni árum, og sumar þeirra allmerkar.
Þá eru og sagnir frá sérkennilegum mönn-
um. Allmikið ber á huldufólkssögum, og
þeim mörgum svo nýjum, að hermdar eru
þær eftir sjónarvottum. Merkileg er af því
lagi sagan Huldumaður í Strengberginu.
Telur skrásetjarinn sig hafa hana eftir
þeim, er fyrir atburðinum varð. Væri þess
full þörf, að sú saga yrði skráð með fullum
vitnisburðum, svo að' ekki yrðu bornar
brigður á, ef um sanna sögu er að ræða.
Annars verður hún aldrei annað en ævin-
lýraleg þjóðsaga. Svipað má raunar segja
um fleiri fyrirburðasögur. Annars eru
margar sögur í hefti þessu vel sagðar, og
þær því góður viðauki við eldri söfn, enda
þótt ekki sé um nýjar hliðar á þjóðtrú Is-
lendinga að ræða, er þar komi fram, enda
er slíks ekki að vænta.
Bergstcinn Kristjánsson:
Fenntar slóðir
Reykjavík 1955: — ísafoldarprentsmiðja:
í bók þessari eru 15 þættir um sunn-
lenzka þjóðhætti. Hefur meiri hluti þeirra
hirzt áður í blöðum og tímaritum. Höfund-
ur segir vel frá og bregður upp lifandi
myndum af horfnum tíma, og gefur lesand-
anum innsýn í lífsbaráttuna og hina dag-
legu önn, eins og hún var fyrr á tímum, lítt
breytt um aldir, unz stormflóð síðustu ára-
tuga skolaði brott hinum fornu háttum og
venjum. Bók þessi er því góður fengur við
það, sem áður hefur verið skrifað um ís-
lenzka þjóðhætti úr ýmsum héruðum, og er
hún bæði skemmtileg og fróðleg. Gripið er
á mörgum þáttum hins daglega lífs, fénað-
arhirðing, skógarhöggi, heimilisiðnaði,
greftrunarsiðum, ferðalögum o. f 1., svo að
einhvers sé getið. Lýsir höfundur þessu öllu
skýrt og hófsamlega, útúrdúralaust að
hætti þeirra, sem vel hafa kunnað að segja
frá fyrr og síðar.
St. Std.
Ákureyri. HöfuðstaSur Norðurlands.
Ljósmyndir af bæ og nágrenni. — Utgefandi: ísafoldar-
prentsmiðja h.f. Reykjavík. MCMLV.
Þetta er glæsileg bók með miklum fjölda
mynda af Akureyri og nágrenni. Flestar
myndirnar hefur Eðvarð Sigurgeirsson tek-
ið. Steindór Steindórsson menntaskólakenn-
ari valdi myndirnar og gerði texta þeirra,
sem er á þrem tungumálum, íslenzku, ensku
og dönsku. Þá hefur hann og skrifað mjög
fróðlegan og skemmtilegan inngang að bók-
inni um Akureyri. Sigurður L. Pálsson
menntaskólakennari hefur þýtt hann á
ensku, og er þýðingin einnig prentuð fram-
an við bókina. Þ. M. J.