Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 5
HETJAN I KLONDII<E. 67 Kama hafði tvo hvílupoka, en Harnish ekki nema einn. Vinnan gekk greiðlega og hiklaust. Peir eyddu ekki tímanum með óþarfamælgi. Hvor um sig gjörði það, sem honum bar og datt ekki í hug að hlífa sér við neinu af því sem vinna þurfti og koma því á hinn. Kama sá, að þeir þurftu meiri klaka og fór að sækja hann. Á meðan reisti Harnish upp þrúgu, sem einn hundurinn hafði velt um koll, í áflogum við annan hund. Pegar búið var að sjóða fleskið setja upp kaffið og hræra soppuna í pönnu- kökurnar, vanst Elam Harnish líka tími til að láta baunir í skaftpott og setja á glóð. Svo kom Kama og settist á yztu brún greinahlað- ans og fór að gjöra við aktýgi á meðan hann beið eftir matnum. F*egar Kama var að byrja að eta, mælti hann: »Eg held Skookum og Booga séu komnir í hörku áflog.« »Gættu þeirra vel,« svaraði Elam Harnish. Annað ræddust þeir ekki við á meðan þeir mötuðust. Einu sinni hraut Kama blótsyrði af vörum og þó ekki allhátt. Stökk hann síðan á fætur, þreif eldibrand úr bálinu og hljóp þang- að sem hundarnir voru í einni þvögu að fljúg- ast á. Lét hann brandinn ríða að þeim og fékk skilið þá. Á meðan Harnish var að borða tíndi hann ísmola í skaftpottinn og bráðnuðu þeir þar.'Pegar þeir höfðu matast, bætti Kama viði á eldinn, hjó enn nokkrar greinar af tré, til að nota morguninn eftir og settist svo á greinabálkinn og hélt áfram að gjöra við ak- týgin. Harnish skar niður flesk í stóra bita og lét í baunirnar, sem molluðu þar yfir eldinum. »Moccasínur« *) þeirra beggja voru votar, þrátt fyrir hið mikla frost og þegar þeir áttu ekki framar neitt erindi útaf viðarbálki sínum, klæddu þeir sig úr þeim, hengdu þær á stutt prik nærri eldinum og snjöru þeim við og, við. Þegar baunirnar voru loksins orðnar mjúkar, helti Elam Harnish nokkru af þeim í poka, sem gjörður var úr gömlum mjölpoka og var hálft annað fet á lengd og þrír þumlungar að þver- máli. Hann gróf pokann í fönn til að frysta hann, en geymdi afganginn af baununum í pottinuin til morgunverðar daginn eftir. Klukkan var orðin níu og þeir voru tilbún- ir að taka á sig náðir. Hundarnir voru hættir að fljúgast á fyrir löngu. Hin þreyttu dýr lágu í kút með lappirnar dregnar fram undir trýnið og breiddu svo kafloðin skottin ofan á alt sam- an. Kama breiddi svefnpoka sinn á bálkinn og kveikti í pípu sinni. Harnish gjörði sér vindl- ing úr tóbaki og vafði um mórauðum pappír og svo hófst síðari samtalstilraunin það kvöld: »Eg held að við séum búnir að fara hér um bil fimmtíu mí!ur,« sagði Elam Harnish. »Hum, mig líka halda það,« sagði Kama. Svo fóru þeir í svefnpokana og skiftu ekki fötum, að öðru- en því að þeir fóru í ullar- treyjur í staðinn fyrir kuflana, sem þeir höfðu verið í um daginn. Peir féllu þegar í fastan svefn. Stjörnurnar tindruðu á heiðum himni og norðurljósalogarnir léku um hann eins og geisl- ar frá stórum rafmagnsljósvörpurum. Pað var ekki farið að skíma, þegar Elam Harnish spratt upp og vakti Kama. En log- uðu norðurljósin skært, þó nýr dagur væri runninn. í morgunmat höfðu þeir upphitaðar pönnukökur, upphitaðar baunir, steikt »flesk« og kaffi. Hundarnir fengu ekkert,' þó þeir mændu vonaraugum á þá félaga. f*eir sátu álengdar og höfðu vafið skottinu um fæturna. Peir lyftu upp framlöppunum til skiftis í eyrðarleysi og leit út fyrir að kuldinn syrfi mjög að þeim. Bað var ákaflega kalt, að minsta kosti 65 stiga frost. Og þegar Kama fór að týgja hundana berhentur, þá varð hann hvað eftir annað að verma sig við eldinn, því gómarnir urðu tilfinningarlaus- ir. Þeir báru báðir matvælin og svefnpokana á sleðann og bundu svo faiangurinn. Svo vermdu þeir hendurnar við eldinn í síðasta sinn, settu upp vetlingana og keyrðu hundana fram af bakkanum og ofan á ísinn, þangað, sem slóðin var. Elam Harnish gizkaði á, að 9* ') Sólalaus skór, sem lndíánar nota.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.