Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 8
70 NÝJAR KVÖLDVÖKUR.1 Elam Harnish stóð við orð sín og dvaldi litla stund í Dyea. Eftir stundardvöl var búið að bera á sleð- ann matvæli og póstsendingar eins og á hon- um toldi, búið að týgja aðra hunda og fá annan Indíána til ferðarinnar. Kama steinþagði þar til Elam Harnish var ferðbúinn og gekk til hans, til þess að kveðja hann. Reir tókust í hendur. »Þú drepa veslings Indíánann,< sagði Kama. »Hæ, Lofteldur! Rú drepa hann.« »Hann hlýtur þó að minsta kosti að kom- ast til Pelly,« sagði Elam Harnish og glotti við. Kama lét í Ijós, að hann efaði þetta, með því að hrista höfuðið. Svo vatt hann sér til hliðar og snjöri baki við þeim. Slík var kveðja hans. Rann hinn sama dag komst Harnish yfir Chilcoot og um kvöldið komu þeir að Crater vatni. Var þá komin hríð og myrkur. Rar tóku þeir sér náttból og var þar kalt að vera, því skógur var þar enginn og lítið um eldsneyti á sleðanum. Þegar þeir vöknuðu um morgun- inn, fyrir dag, var þriggja feta þykkur snjór ofan á þeim. Og þggar þeir voru komnir upp úr fönninni, reyndi Indíáninn að strjúka. Hann var búinn að fá nóg að ferðast með manni, sem eftir hans áliti hlaut að vera vitstola. En Elam Harnish taldi um fyrir honum og var ekkert blíður í máli. Svo héldu þeir á stað. Ferðin var ákaflega örðug eins og áður og Indíáninn þoldi ver vosið en Kama. Hann kvartaði þó aldrei og reyndi ekki framar að strjúka. Hann hlífði sér ekki hið minsta, en því hét hann margoft svona í huganum, að hann skyldi ekki aftur verða á vegi Elam Harnish. í Fifty Mile urðu þeir fyrir slysum. Reir voru að fara yfir á og var veik ísspöng á henni. Spöngin brotnaði og straumurinn tók aila hundana nema þann, sem næstur var sleð- anum og sáust þeir aldrei síðan. Nú urðu þeir að beita sjálfum sér fyrir sleðann. Varð þeim örðugur drátturinn og neyddust þeir til að skilja eftir hundamatinn og ýmsa hluti til þess að létta ækið. Daginn eftir heltist hundurinn og varð að lóga honum. Pá skildi Elam Harn- ish sleðann eftir og urðu þeir nú að bera far- angurinn. Sjálfur bar Harnish 150 pund en byrði Indíánans var tuttugu og fimm pundum léltari. Reir urðu að skilja byssuna eftir og önnur áhöld og höfðu nú ekkert annað méð- ferðis auk póstpokanna, en tvo svefnpoka og lítið eitt af matvælum. Regar þeir komu til Selkirk eftir 200 mílna göngu, tók Harnish hunda sína þar og beitti þeim fyrir sleða, sem hann fékk þar líka. Hund- arnir voru nú sprækir vel og ferðin gekk greið- lega um hríð. Síðustu fimm mílurnar af Ieið- inni þangað, hafði Harnish orðið að reka Ind- íánann á undan sér. Ella mundi hann hafa fleygt póstpokanum, eða jafnvel lagst niður í snjóinn til hinstu hvíldar. Svo aumur var hann orðinn og aflvana. Enda varð hann þar eftir og í hans stað réði Harnish flækinginn frá Le Barge, sem áður er getið. Eftir að þeir komu til Forty Mile gekk ferð- in mjög greiðlega því slóð var góð þaðan alla leið til Cirkle City. Segir svo ekki meir af þeim, fyr en þeir komu á ákveðnum degi til Cirkle City og óku inn á aðalgötuna klukkan tíu um kvöldið. 6. KAFLI. Pað var þröng mikil í gildaskálanum. Par voru samankomnir allir þeir, sem verið höfðu viðstaddir, þegar Elam Harnish lagði á stað fyrir tveimur mánuðum síðan. Skoðanir manna voru mjög skiftar. Sumir fullyrtu, að hann mundi koma á ákveðnum tíma, aðrir töldu það ómögulegt. Klukkan var orðin tíu og enn var haldið áfram að veðja.um þetta. En þeir, sem héldu taum Loftelds urðu nú að »leggja undir« miklu hærri fjárhæðir en hinir, sem í nióti veðjuðu. Jómfrúin var orðin hrædd um, að á- form hans hefði mishepnast, en hún lét á engu bera og veðjaði eigi að síður við Karl Batts, 40 »unsum« gegn tuttugu, um það, að Elam

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.