Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 10
72
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
að fást við reipin. Indíáninn ungi frá Le Barge
hafði verið að leysa hnútana. Hann reis á fæt-
ur og var auðséð á hreyfingum hans, hve
þreyttur hann var. Augnaráð hans lýsti afskap-
legri undrun. Hann leit flóttalega í kringum
sig, því hann var öllu þessu mjög óvanur.
Hann fann alt í einu, að hann var miklu grunn-
hygnari, en hann hélt sig vera. Hann skalf eins
og hrísla og kiknaði í knjáliðunum og síðan
steyptist hann niður á sleðann. Rað varð dimt
í hugskoti hans og hann misti meðvitundina.
»Ekkert annað en þrey(a,« sagði Elam
Harnish. »Einhver ykkar verður að fara með
hann og koma honum í rúmið. Þetta er góður
Indíáni.*
Watson skoðaði manninn og mælti síðan:
»Lofteldur segir satt. Maðurinn er alveg frá.«
Póstsendingarnar voru athugaðar og komið
til skila. Rað var farið burt með hundana og
þeim gefið að eta. Bettles kyrjaði vísuna um
Sassafrasrótina. Fólkið raðaði sér umhverfis
veitingaborðið, spjallaði og drakk og borgaði
og tók á móti upphæðum þeim, er það hafði
unnið og tapað í veðmálinu.
Nokkru síðar var Elam Harnish farinn að
dansa hraðstíginn »vals« við jómfrúna. Hann
hafði farið úr kufli sínum, og klæðst ullarslopp
og sett upp loðiiúfu. Hann hafði líka klætt sig
úr moccasínunum, sem voru mjög frosnar og
dansaði á sokkunum. Hann hafði orðið votur
upp að hnjám þá um daginn en eigi hirt um
það og haldið áfram. Háu ullarsokkarnir hans
voru því svellaðir mjög. ísinn smábráðnaði í
hitanum þar inni, en eftir sátu klakadrönglar.
Pegar hann fór að dansa rákust drönglarnir
hvor á annan svo að glamraði í þeim og
duttu þeir á gólfið smátt og smátt, og varð
því gólfið alt sleypt og ilt að dansá á því. En
enginn reiddist Lofteldi fyrir þessar sakir. Hann
var einn hinna fáu löggjafa í þessu fjarlæga
landi, siðfræðislegur leiðtogi landa sinna. Hann
sýndi þeim með breytni sinni hvað rétt var
og rangt. En honum voru þó eigi að síður
engar skorður reistar. Hann var einn á meðal
þeirra fáu manna, er aldrei verða fyrir aðfinsl-
um. Alt sem hann gjörði var talið gott og
gilt, hvort sem aðrir máttu gjöra það líka eða
ekki. Auðvitað eru slíkir menn hafðir í svona
miklum hávegum sökum þeirrar staðreyndar,
að þeir gjöra ætíð það sem réttast er þegar
eitthvað áreynir og gjöra það þann veg, að
meiri göfgi og tign kemur fra.n í verkum þeirra,
en annara manna. Og þessvegna var Lofteldur
undantekning frá öltum reglum þeirra. Hann,
sem var talinn meðal elstu hetja landsins og
var þó yngri að árum, en flestir viðstaddir,
hann var vera, miklu æðri öllum hinum, og
óviðjafnanlegur að allri karlmensku. Pað var
því engin furða þó jómfrúnni líkaði vel að
hann vafði hana örmum og dansaði við hana
hvern dansinn á fætur öðrum. En ánægja henn-
ar var mun blandin af því hún vissi, að hann
skoðaði hana sem góða vinkonu og ágæta
dansmey og ekkert meira en það. Pað var henni
lítil huggun að vita, að hann hafði aldrei unn-
að neinni annari konu. Hún var veik af ást til
hans og hann tók hana ekki fram yfir aðrar
stúlkur, jafnvel ekki fram yfir karlmenn þá er
þezt dönsuðu og höfðu klút bundiun um hand-
legginn til merkis um, að þeir væru »dömur«.
Einusinni um kvöldið dansaði Elam Harnish
við einn þessara manna. Pað hafði jafnan ver-
ið talinn öruggur vottur um þrautsegju, á með-
al þeirra er bjuggu á landamærunum, ef ein-
hver gæti hringsnúið öðrum manni þar til hann
misti fótanna. Bensi Dawis hafði bundið mis-
litum klút um handlegg sér. Hann fékk Elam
Harnish til að dansa við sig Virginíu-»ræla«
og þá var gaman á ferðum. Hitt fólkið hætti
að dansa, þokaðist fjær og horfði á þá. Peir
tóku að hringsnúast og þeir héldu áfram að
hringsnúast, altaf í sömu átt. Fréttin barst inn
í hinn mikla veitingasal og allir yfirgáfu spilin
og vínið. Alla fýsti að horfa á og söínuðust
saman í þéttan hnapp inni í dansstofunni. Pað
var Ieikið á hljóðfæri án afláts, og piltar þess-
ir héldu áfram að hringsnúast. Dawis var þessu
þaulvanur og hafði jarðvarpað mörgum hraust-
um dreng í því héraði. En þó leið ekki á
löngu áður augljóst var, að það mundi verða