Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 11
HETJAN í KLONDYKE. 73 hann, en ekki Harnish, sem yrði að lúta í lægra haldi. Enn héldu þeir áfram að hringsnúast nokkra hríð, en svo nam Elam Harnish staðar, slepti tökunum á dansfélaga sínum, hopaði á hæli, riðaði við og baðaði út höndunum eins og hann væri að ná í eitthvað til að styðja sig við. Dawis brosti. Hann svimaði og varð í mestu vandræðum, slangraði út á hlið, snjöri sér svo við til að ná jafnvæginu og féll síðan á grúfu. En Elam Harnish þreif stúlku þá, er næst stóð og þau fóru að dansa >vals«. Enn liafði hann sýnt yfirburði sína. Pó hann das- aður væri eftir þúsund mílna ökuför og hefði farið sjötíu mílur þann dag, í einum áfanga, þá hafði hann samt snúið ólúinn mann niður og það annan eins burgeis og Bensi Dawis var. Elam Harnish elskaði tindana. Pað voru að vísu ekki margir tindar til í hans sjónarhring, en hann hafði þó sett sér það mark og mið, að klifra upp á þá hæstu, sem til voru. Um- heimurinn hafði aldrei heyrt hann nefndan á nafn, en það var á hvers manns vörum í hinu mikla þöguia norðurlandi á meðal Indíána og hvítra manna, alt frá Beringvatni til Skarðanna og frá upptökum lengstu ánna til 'íseyðimark- anna við Point Barrow. Hann var ákaflega drotnunargjarn og hún kom alstaðar fram, hvort sem hann átti í höggi við náttúruöflin, við menn, eða hepnina í dirfskufullu áhættuspili. Lífið var alt stórkostlegt spil — lífið og það sem því heyrði til. Og hann var spilamaður, spilamað- ur með lífi og sál. Ahætta og gróðavon voru honum matur og drykkur. Að vísu treysti hann ekki hamingjunni í blindni, því hann neytti bæði afls og bragða, en á bak við alt, sem hann gjörði stóð hin eilífa hepni, þetta óþekta afl, sem stundum beitti sér gegn dýrkendum sínum og eyðilagði þá hygnu, en veitti heimsk- ingjunum allsnægtir. Hepnin, sem allir leituðu og alla dreymdi um að ná á vald sitt. Lífið söng fyrir hann Iofsöngva um mikilleik sinn. Hinir ginnandi hljómar þess bárust honum stöðugt til eyrna. Pað. hvíslaði því að honum, að hann gæti komisl hærra en aðrir nrenn, gæti unnið þegar þeir töpuðu og sigrað þeg- ar þeir biðu ósigur. Petta var herhvöt lífsins, hins heilbrigða og þróttmikla lífs, sem ekki • þekkir veikleika og afturför, og sem er ölvað af sjálfsánægju, telur sér ekkert um megn og er gagntekið af bjartsýni. Hann heyrði æfinlega sama boðskapinn, bæði í hinu ógreinilegustu hvísli og gjallandi Iúðurhljómi, þann boðskap, að hann mundi einhverntíma höndla gæfuna, gjörast herra henn- ar, fjötra hana og marka sínu marki. Þegar hann var að spila »poker«, hvíslaði röddin um fjóra ása og »royal flush*. Pegar hann leitaði gulls, sagði hún honum frá gulli undir gras- sverðinum, gulli í árfarvegunum og gulli niður eftir öllum götum. Þegar hann komst í lífshætt- ur og mannraunir, hvort sem það nú var á öku- ferðum, fljótasiglingu eða í verbúðum, þar sem ekkert var til að eta, þá hljóðaði boðskapurinn þannig, að aðrir inenn dæju ef til vildi, en hann mundi sigra og lífi halda. Þetta var hin æfa- gamla lífslygi þess lífs, er gabbar sjálft sig, og þykist sjálft vera ódauðlegt og óbrigðult, eiga víst að sigra alla aðra og fá höndlað það hnoss, er hjartað girnist. Og svona fór Lofteldi. Hann hafði hausa- víxl á öllum hlutum, dansaði til þess að eyða svimanum og varð manna fyrstur að veitinga- borðinu. En nú fóru að heyrast ákveðin mót- mæli úr öllum áttum. Menn undu nú ekki lengur þeirri kenningu hans, að sigurvegarinn ætti að borga. Það braut bág við alla góða siði og heilbrigða skynsetni. Og þó þessi kenn- ing bæri órækan vott um félagslund, þá varð samt að afnema hana, einmitt til þess að fé- lagsskapurinn gæti haldist, Það var Bensi Da- wis, sem átti, samkvæmt öllum eðlilegum venj- um, að borga brúsann, og það varð hann að gjöra. Ennfremur átti veitingamaður að borga alt það vín, sem Elam Harnish gæddi mönn- um á, því Lofteldur jók mjög aðsókn að gilda- skálanum, þegar hann hélt veislu. Bettles var framsögumaður þessarar tillögu. Rökfærsla hans var all mergjuð, þó málið, sem hann talaði, 10

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.