Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 13
HETJAN í KLONDYKE.
75
frá Winconsin, hæglátur maður og þéttur f
lund.
»Eg fer með sleðann minn og hundana
mína,* svaraði Elam Harnish. »F*á höfum við
tvö sameyki ogverður helmingi léttara að draga,
en ef einn sleði væri. En við verðum að hafa
stutta áfanga fyrst framan af, því hundarnir
hljóta að vera mjög þreyttir.*
Þeir félagar urðu stórglaðir, en þorðu þó
varla að trúa þessu.
»Heyrðu nú til,« mælti Jói Hines af þjósti.
»Engin fíflalæti, Lofteldur. Petta er fúlasta al-
vara. Viltu fara með okkur?«
Elam Harnish tók í hönd honum og hristi
hana.
»F)að væri bezt fyrir þig að fara hátta,«
kallaði Elías. »Við förum á stað klukkan sex
og okkur mun ekki veita af fjögra tíma svefni.*
»Ef til vill ættum við að bíða einn dag og
lofa honum að hvíla sig?« sagði Finn.
En þarna hitti hann veiku hliðina á Elam
Harnish.
»Nei, það skal aldrei verða,« hrópaði hann.
»Við förum allir klukkan sex. Hvenær á eg að
vekja ykkur, piltar? Klukkan fimm? Pað er
gott — þá vek eg ykkur alla um það leyti.«
»F*ú ættir að leggja þig útaf stundarkorn,«
sagði Elías alvörugefinn. »Ekki er þrek þitt
óbilandi.«
Lofteldur var þreyttur, verulega þreyttur.
Einu sinni hafði þreytan unnið bug á honum
þótt jötunefldur væri. Hver vöðvi heimtaði
svefn og hvíld og hrylti við nýrri ökuför. Lík-
aminn mótmælti, gjörði uppreisn og sendi þau
skilaboð til heilans. En þá brauzt fram í sál
hans afl, sem var öllum öðrum sterkara, sigur-
hvöt lífsins með alla sína fyrirlitningu og mót-
þróa. Hún hvíslaði því að honum, að þarna
stæðu félagar hans og horfðu á hann og nú
væri tími til kominn að viuna frægðarverk á
frægðarverk ofan, sýna þrek sitt og sigra, og
það einmitt hér, því hér væru allir metnir eft-
ir því, hve þrekmiklir þeir væru. Þetta væru
ekkert annað en gömlu lífslygarnar. Og »whisk-
yið«, með alt sitt gort og hroka, gekk í lið
með þeim.
»Kanske þið haldið að það sé ekki búið
að venja mig af brjósti ennþá?« spurði Harn-
ish. »Eg hefi ekki drukkið eitt einasta staup,
ekki dansað einn einasta dans og ekki séð
nokkra lifandi sál í fulla tvo mánuði. Farið þið
bara að hátta, piltar. Eg skal vissulega vekja
ykkur klukkan fimm.«
Svo dansaði hann á sokkunum alla nóttina
og klukkan fimm um morguninn barði hann
allrösklega að dyrum hjá félögum sínum og
söng sönginn, sem hann dróg nafn af:
»Loftið Iogar! Heyri það allir glæframenn,
sem ætla til Stewartár. Loftið logar! Loftið
logar! Loftið logar!«
7. KAFLI.
Nú var Iéttara að aka. Slóðin var harðtroð-
in og þeir þurftu ekki að flytja póst og lá ekki
mikið á. Dagleiðirnar voru styttri og minni
áreynsla. Á póstferð sinni hafði Lofteldur upp-
gefið þrjá Indíána, en þessir nýju félagar hans
vissu að þeir yrðu að treyna krafta sína þar til
þeir kæmu til Stewartár og máttu því ekki fara
eins hart. F*eir þreyttust að vísu allmjög, þó
hægt væri farið, en Elam Harnish hvíldist og
hrestist til fulls. Peir urðu að hvíla hundana
tvo daga í Forty Mile og svo skyldu þeir hunda
Loftelds eftir hjá kaupmanninum í Sixty Mile.
F*eir entust þeim mun ver en húsbóndi þeirra,
að þeir komust ekki lengra og varð að fá aðra
hunda til að draga sleðann.
Nóttina eftir Iétu þeir fyrirberast í eyja klasa
í mynninu á Stewart-fljótinu, Elam Harnish fór
að tala um byggingarlóðir. Félagar hans hlóu
að honum, en samt sló hann eign sinni á allar
þessar háu skógivöxnu eyjar.
»Setjum nú svo, að gullið mikla finnist hérna
við Stewart,* sagði hann. »Ef til vill verðið
þið við það riðnir, piltar, og ef til vill ekki;
en það eitt veit eg, að eg skal koma þar. Ykk-
ur væri betra að hugsa málið betur, og gjöra
svo sama og eg gjöri.« 10*