Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 14
76
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
En þeir voru óbifanlegir. »Pú ert eins vit-
laus og Harper ogjói Ladue,« sagðijóe Hines.
»Petta gjöra þeir sér til skemtunar. Rú kannast
sjálfsagt við stóru sléttuna rétt fyrir norðan
Klondyke við rætur Moosehillsfjallsins. Og nú
skal eg segja þér eitt. Skrásetjarinn í Forty Myle
sagði mér, að þeir hefðu merkt hana fyrir tæp-
um mánuði. — Byggingalóðir Harpes og Ladu-
es! Ha, ha! hæ!«
Elías og Finnur hlóu líka en Elam Harnish
var enginn hlátur í huga.
»Rað er rétt,« mælti hann. »Það er gróða-
vissan, sem farin er að láta á sér bera. — Hún
Iiggur í Ioftinu skal eg segja ykkur. Hvers vegna
skyldu þeir vera að merkja þessa sléttu, ef þeir
tryðu ekki á gróðann? Eg vildi óska að eg
hefði gjört þetta.«
Þeir heyrðu að hann var óánægður og skelli-
hlóu.
»Já hlæið þið bara, piltar. En þarna kom-
um við að þeim annmarka, sem er á ráði ykk-
ar allra. Þið haldið að ekki sé hægt að höndla
gæfuna með neinum öðrum hætti en grafa gull.
En eg segi yður — þegar hið mikla gull finst,
þá munuð þið allir krafsa upp moldina og ata
ykkur í aurnum, en það verður skollans lítið
sem þið fáið í ómakslaun. Þið hlæið ef einhver
hleður byssu sína með kviku silfri og þið hald-
ið að Guð almáttugur hafi ekki skapað gull-
duftið til annars, en að gabba lítilssiglda menn
og skrælingju. Þið viljið ekkert annað en stór-
gerðan gullsand. Þið eruð nú einu sinni svona
gjörðir. En ykkur notast ekki helmingurinn af
því gulli, sem hægt er að fá, og svo rýkur
helmingurinn af því, sem þið fáið út í veður
og vind. En þeir sem hreppa miklu vinningana
það eru þeir, sem eiga byggingarlóðirnar, þeir
sem mynda verslunarfélögin og stofna bank-
ana — «
Hann þagnaði, því nú glumdu hlátursköllin.
Bankar í Alaska! Sú húgmynd var afskaplega
hlægileg!
»Já, og kauphallir — «
Þeir ultu um sig af hlátri. Jói Hines velt-
ist um koll á svefnpoka sínum og stua'di hönd-
unum á síðurnar.
»Og svo koma hinir miklu námukongar þar
á eftir, Þeir kaupa stór landflæmi, þar sem þið
voruð áður að kroppa líkt og þegar hæna er
að tína grjón og þeir munu nota vatnshreyfi-
vélar á sumrin og þýða með gufu á vetrum.«
Þýða með gufu! Nei, nú skánaði það! Loft-
éldur var allra mesti spilagosi, en aldrei hafði
hann fundið upp á annari eins fjarstæðu. Þýða
með gufu! — og það á þeim tímum, þegar
ekki var einu sinni farið að reyna að þýða með
viðareldi, en menn höfðu aðeins dreymt um
það.
»Já, hlæið bara bölvaðir uppskafningarnir
ykkar! Þið eruð eins blindir eins og nýgotnir
ketlingar. Eg skal segja ykkur það, ef gull finst
í Klondyke, þá verða Harper og Ladue milj-
ónamæringjar. Én verði það við Stewart, þá
munuð þið komast að raun um, að bygginga-
lóðir Elam Harnish verða í afar háu verði.
Þegar þar að kemur munuð þið allir koma og
standa og glápa. Já,« mælti hann ennfremur
og andvarpaði mæðulega. »Þá neyðist eg lík-
lega til að hjálpa ykkur um ofurlítið nesti,
gefa ykkur súpuspón, eða eitthvað þessháttar.*
Elam Harnish var gæddur fjörugu ímynd-
unarafli. Sjónarhringur hans hafði ákveðin tak-
mörk, en þær myndir, er svifu fyrir hugskots-
augum hans voru tilkomumiklar. Hugsanalíf
hans var í góðu lagi; hann var hagsýnn og
hugsaði altaf um eitthvað nytsamlegt. Þegar
hann bygði borgir, í huganum, á snæviþöktum
skógarsléttum, þá gjörði hann fyrrst ráð fyrir,
að þar fyndist gull og afleiðingin af því varð
borgarbyggingin. Svo ákvað hann hvar skipa-
bryggjurnar, sögunarmillurnar og vörugeymslu-
húsin ættu að standa, og í stuttu máli alt það,
sem til heyrir námubæ á norðurhjara veraldar.
En þetta var raunar ekki nema umgjörð utan
um annað stærra, einskonar verksvið fyrir í-
myndunaraflið. í hugsjónaborginni hans var
hægt að raka saman fé með ýmsu móti, bæði
með því að byggja hús og slræti og fram-
kvæma ýmiskonar búhnykki. Hún var geysi-