Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 24
86
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
í kirkjunnar metorðum, eins og eg hafði verið
kominn í ríkisins. Eg þótti sá ráðsnjalli, hug-
djarfi og óskeikuli, svo eg varð brátt ráðunaut-
ur þeirra hæðstráðandi, og yfirmerín kirkjunn-
ar leituðu ráða til mín í samviskumálum sin-
um. En mundi eg sjálfur geta staðist freist-
ingar djöfulsins? Æ nei, eg gerðist skrifta-
faðir í nunnuklaustri og fann þar hina mistu
ástmey mína. Hlýfðu mér við frekari synda-
játning. Brotleg nunna sem fremur sjálfsmorð
fyrir brot sitt, sefur róleg í einum afhelli í En-
gaddi. Og maðurinn, sem hefir þó svo mikið
vit enn, að hann til fullnustu finnur til óham-
ingu sinnar, stynur, andvarpar og barmar sér
yfir gröf hennar.«
»Óhamingjusami maður,« hrópaði konung-
ur, »nú furðar mig eigi á, hve aumlega þú
berð þig. En hvernig komst þú undan þeirri
hegningu er Iög kirkjunnar setja fyrir slík af-
brot?«
»Pað mun hafa verið breitt yfir* afbrotið
sakir ættgöfgi minnar og orðstýrs. En það vil
eg segja þér, konungur, að forsjónin þyrmdi
lífi mínu til þess að setja það sem blys í eyði-
mörku, hvers aska felli niður í gjótur undir-
djúpsins, þegar hinn jarðneski eldsmatur væri
útbrunninn. Hversu visnaður og skorpinn sem
líkami minn er, þá búa í honum tveir andar —
annar er starfandi, þróttmikill og hygginn og
vinnur í þarfir kristilegrar kirkju. Hinn er vol-
aður, fyrirlitinn og sturlaður, og haltrará milli
brjálsemi og eymdar. Vorkennið mér ekki. Það
væri synd að aumkva slíkt afhrak, dragið held-
ur lærdóm út af hrakföllum mínum. Rú stend-
ur nú á þeini hæsta en um leið hættulegasta
tindi, sem kristinn þjóðhöfðingi getur náð. Rú
ert hrokafullur, svallsamur og hefir atað hend-
ur þínar með blóði saklausra. Hrektu á brott
þessar dætur þíns gamla Adams. Burt með
hrokann, léttúðina og blóðþorstann!«
Rikarði konungi þótti sér misboðið með
áfellisdómi einbúans, en fanst hins vegar fyrir
neðan virðingu sína að snúast illa við, eða láta
þessar ásakanir bíta á sig. »Það er æði á hon-
um,« sagði hann stillilega við Tómas barón, en
við einbúann sagði hann í spottandi róm: »F*að
eru þó fremur efnilegar dætur, eða liitt þó held-
ur, æruverði faðir, hjá manni, sem eigi hefir
verið giftur nema í fáa mánuði, en fyrst eg á
að reka þær af heimilinu, verð eg eins og
myndarlegur faðir að sjá þeim fyrir sæmilegu
gjaforði, og vil eg þá gefa drambsemina hin-
um háu herrum kirkjunnar, léttúðina, er þú
svo nefnir, reglumunkum kirkjunnar og dráp-
girnina Templarherranum.«
»Með hjarta úr stáli og hönd úr járni enn
sem fyr,« sagði einbúinn, »hjá hverjum bæði
ráð og fortölur eru árangurslausar. En þér er
enn gefinn frestur, svo eigi er vonlaust að þú
lærir að breyta meira eftir kenningum kirkjunn-
ar en stundum fyr. Eg hefi nú lokið erindi
mínu og verð að snúa afturtil minna einmana-
legu heimkynna. Herrann miskunni þér og veiti
náð til afturhvarfs. Hinum fátæku verður að
bjóða til kvöldmáltíðar, því hinir ríku mæta
eigi. Herrann miskunni þér.«
Að svo mæltu þaut hann með hljóðum út
úr tjaldi konungsins.
»Hann er bandóður!« sagði konungur, og
voru nú nær horfin áhrif þau, sem raunasaga
mannsins hafði haft á hann. »Farðu á eftir hon-
um, herra Tómas, og sjáðu um að honum verði
eigi misboðið af dátunum. Rví vikur nú svo
við, að þótt við séum krossfarar, bera margir
af hermönnum vorum meiri virðingu fyrir lodd-
urum en munkum og prestum, og því má vera að
þeir á einhvern hátt áreiti hann og æsi að óþörfu.«
Baróninn hlýddi og konungur hélt áfram
að ganga um gólf og fór að hugleiða hina
ömurlegu spádóma einsetumannsins, sem vöktu
hjá honum áhyggjur en ekki ótta. Eftir stund-
arkorn kom baróninn aftur inn í tjaldið og
spurði konungur hann þá tíðinda.
»Rú kallar hann geggjaðann, klerkinn, herra!«
sagði baróninn. »En mér virðist hann miklu
fremur mega kallast hrópandi rödd i eyðimörku
eða andlegur skírari. Hann hefir tekið sér stöðu
upp á einni hernaðarvélinni og þaðan prédik-
ar hann yfir fólkinum með þeim krafti og anda-
gift, er hrífur alla og aldrei hefir heyrsl hér fyr.