Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 25
KYNJALYFIÐ. 87 Allir hafa vaknað upp við óp hans og köll og dátarnir safnast í fiokkum um hann. Hann sveifl- ar sér frá einu efni til annars með stakri lip- urð og talar á ýmsum tungum, allra þeirra þjóðflokka, sem hér eru. Og það er eins og hann viti, hvar hann getur best snert hjarta og tilfinningar hvers þjóðflokks, og vakið áhuga þeirra til að leggja fram krafta sína og líf til að frelsa landið helga.« »F*að vitna eg til sólarinnar, sem yfir okk- ur skín, að göfuglyndur og stórhuga einsetu- maður er hann, þrátt fyrir alt,« sagði konung- ur. »En hvers er líka annars að vænta af ætt- ingjum Gottfreðs? Og merkilegt er, að hann virðist hafa mist von um sáiuhjálp fyrir fárra ára gálauslegt líferni. Eg verð að fá páfann til þess að senda honum syndaaflausnarbréf, og eg skildi alt að einu tala þar máli hans, þótt það hefði verið abbadísin sjálf, sem varð hon- um að ásteytingarsteini.« Meðan konungur talaði þannig, var koma erkibiskupsins af Týrus boðuð og var honum þegar fylgt inn. Erindi hans var meðal annars að biðja konung að mæta í hinu sameiginlega herráði krossfararhöfðingjanna, ef heilsa hans leyfði, og svo .að gera honum grein fyrir hinni hernaðarlegu og pólitísku afstöðu krossfaranna, og hvaða breytingar hefðu á henni orðið í veikindum konungsins. Litli pfslarvotturinn. Eftir Önnu Larsen. (Þ. G. S. þýddi). Ketty prinsessa sat á gólfinu í barnaherberg- inu með skrítinn brjóstsykurmola í munni sér og var að skoða myndablað. Það var tíu ára afmæli hennar konunglegu tignar og hún var farin að »taka eftir hlutun- um«, eins og barnfóstran komst að orði, og hafði hún blásið mæðulega um leið og hún mælti þetta. Hún hafði veitt því eftirtekt, að þegar hans konunglega hátign — hann pabbi hennar — var heima, þá var hennar konunglega hátign — móðir hennar — altaf á ferðalagi. Og kæmi móðirin heim, þá fór pabbi hennar burt. Ketty prinsessa skildi þetta ekki, hversu mikið sem hún hugsaði um það. Henni þótti undur vænt um pabba sinn og það hafði hún sagt mörgum, að hann væri fallegasti maðurinn í heiminum. Það var áreiðanlega hið litla ástrfka hjarta hennar, sem átti þátt í því, að faðir hennar var fallegur í hennar augum, þvf fríður var hann ekki í raun og veru. Hann var hár og karl- mannlegur og sýndist einkar tígulegur, er hann sat á hestbaki. Hann var líka sérlega viðkunn- anlegur og aðlaðandi. Litlu prinsessunni þótti líka ofur vænt um mömmu sína, en það var því líkast, sem hún væri henni ekki eins nákomin. Hún gat aldrei hjúfrað sig upp að henni — mátti ekki mæla blítt við hana og kjassa hana eins og hann pabba sinn, því hennar konunglega tign var svo hrædd um að hún mundi setja blett eða hrukku á skrautklæði sín, eða ýfa á sér hárið. Þegar þessi litli ærslakálfur vildi láta í ljósi til- finningar sínar, varð hún að gjöra sér.að góðu að kyssa myndirnar af mömmu sinni og klappa þeim. Það var mesti sægur af góðum myndum af móður hennar á borðinu í svefnherbergi hennar. Á einni myndinni var hennar konunglega tign í hirðskarti og með kórónu á höfði. Á annari myndinni sat hún á hestbaki og á þriðju myndinni sat hún í bifreið og stýrði henni sjálf. Það hafði verið tekin mynd af henni í veiðibúningi og þar voru hundarnir hennar hjá henni. Þá var ein mynd, sem sýndi hana með nppáhaldið sitt, litla kínverska hundinn. Ketty hataði hann og fann til afbrýði, er hún horfði á myndina. Svo var þar enn ein mynd, sem litla prinsessan elskaði meir en allar hinar. Sú

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.