Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Side 26
88
\
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
mynd var líka af hennar konunglegu tign og
dóttur hennar litlu.
Hún mundi ekkert eftir því, þegar þessi
mynd var tekin, enda var hún þá aðeins tveggja
ára gömul, En hún horfði oft á þessa mynd
og djúp þrá iýsti sér í augnaráðinu, og henni
þótti það undarlegt, að mömmu hennar skyldi
auðsjáanlega hafa þótt miklu vænna um hana
áður fyr, þegar hún gekk á stuttum knipluðum
kjólum með litla hvíta silkiskó á fótum og gat
ekki gengið eins fallega og nú heldur aðeins
trítlað.
Nei, það gat enginn efi leikið á, að mömmu
hennar stóð alveg á sama um hana fyrst hún
hefði gleymt afmælisdeginum hennar.
Hans konunglega hátign var heima núna
og hann hefði heitið henni því um morgun-
inn, statt og stöðugt, að lofa henni með sér
á hestbak.
Regar búið var að snæða morgunverð, hafði
hún verið klædd í reiðfötin og brúnu stígvél-
in háu. Svo hafði hún farið ofan til að segja
honum, að hún væri tilbúin. Pá hafði hún
fundið hann í lestrarstofunni. Hann sat þar við
stóra skrifborðið sitt og huldi andlitið í hönd-
um sér. Hann hafði áreiðanlega gleymt Ioforði
sínu, eða langaði ekki til að efna það, því hann
virtist ekki verða var við fótatak hennar. Og
Ketty prinsessa laumaðist út aftur.
Hún hafði aldrei séð karlmann gráta, en
það fann hún einhvern veginn, að ef hún hefði
gengið til hans og Iyft upp höfðinu á honum
þá mundi hún hafa séð tár í augum »fallegasta
mannsins í heiminum«. Hún gekk hægt upp
breiðu stigaþrepin og til herbergja sinna og
bað stofustúlkuna að klæða sig úr þessum bún-
ingi.
»Við förum ekkert út,« sagði hún við stofu-
stúlkuna og lét þessa stuttu skýringu nægja.
Stúlkan hafði þjónað »litlu hátigninni« eins mikið
og barnfóstran, síðan hún var hvítvoðungur.
Hún andvarpaði lágt og hristi höfuðið, þegar
hún sá að litla barnsandlitið var svona alvar-
legt. Og hún fann að það var satt, sem fóstran
sagði, að hátignin væri farin að »taka eftir
hlutunum«.
Pað dimdi óðum svo að litla stúlkan gat nú
ekki séð ofan í garðinn, þar sem haustnæðing-
urinn feykti blöðunum fram og aftur. Svo var
ljós kveikt til þess hún gæti skoðað myndirn-
ar í blaðinu. Pað heyrðist ekkert skrjáf, þegar
hún fletti blöðunum. Henni varð starsýnt á
þessa fyrirsögn: Nýungar frá hœrri stöðum.
Hún fór alt í einu að lesa með miklum ákafa.
Henni þótti gaman að þessum smágreinum, af
því mamma hennar var oft nefnd þar. Hún
rendi augunum niður eftir dálknum og þau
staðnæmdust snögglega: »Hertoginn af Bels er
kominn aftur frá Ítalíu. Síðastliðinn laugardag
sat hann hina miklu kvöldveizlu hjá greifafrú
Harmsters.
Prinsessan þektl herlogann. Hann kom oft
þar í höllina, þegar hennar konunglega hátign
var heima. Hann var ósköp alúðlegur, en augu
hans voru svo fjarskalega þunglyndisleg. Hann
færði Ketty æfinlega stórar öskjur fullar af góð-
gæti. Einusinni hafði hann gefið henni ofurlít-
ið armband ósköp fallegt.
Hún hélt áfram að lesa:
»Hennar konunglega tign, prinsessa Irena,
er væntanleg heim í dag. Hún hefir verið í
heimsókn í Berlín —«
Mamma hennar ætlaði að koma heim —- já,
hún var kanske komin. Hún horfði í gaupni
sér og varð hugsi. Hún vissi raunar ekkert, en
setti þó frásögn þessa í sambandi við það, hve
illa hefði legið á pabba hennar um morguninn.
Hún rendi aftur augunum yfir dálkana í
blaðinu uns hún fann það, sem hún átti von á:
,»Hans konunglega tign, Frans Heinrich,
fer til Parísar næstu daga.«
Svona var það æfinlega. Pegar mamma
hennar var heima, þá var pabbi hennar æfin-
lega á ferðalagi. Aldrei gátu bæði hjónin bú-
ið í einu í hinni miklu og tignarlegu höll, sem
orðlögð var fyrir dýrmætu listaverkin og hina
ómetanlegu helgidóma ættarinnar. Ketty litla
var æfinlega annað hvort föður eða móðurlaus.
Hún fékk sting í hjartað, þegar hún leit á þessar
eð,