Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 27
LITLI PÍSLARVOTTURINN.
89
sakleysislegu smágreinar, og gerði sér ekki ljósa
grein fyrir hvernig á joví stóð. Pað leit út fyrir
að nú væri hún í fyrsta sinn að fá veður af
þeim sorgarleik, sem í þeim fólst. Prinsinn
ætlaði til Parísar. • Guð einn vissi hvort hann
langaði nokkuð til þess. Skyldi það hafa verið
vegna þess að honum væri óljúft að fara, að
hann var svo sorgbitinn í morgun í lestrar-
stofunni ?
Litla stúlkan þekti af reynslu hvernig það
er, að verða að gjöra eitthvað, sem maður vill
ekki gjöra.
Dyrnar að baki hennar opnuðust og inn
kom fóstran.
»Guð blessi barnið!« Barnfóstran var nokk-
uð við aldur. Hún nam staðar í dyrunum og
horfði á litlu fallegu stúlkuna. Hún unni henni
eins og dóttur. Hún hafði ætíð elskað hana
eins heitt og móðir elskar barn sitt, alt frá þeirri
stundu, að henni var falið í hendur að annast
barnið nýfætt.
Hennar konunglegu hátign þótti ekki gam-
an að börnum. Hana hafði aldrei langað til að
eignast barn. Hún mundi harla sjaldan eftir
því, að hún átti litla dóttur og kæmi það fyrir,
þá sendi hún litlu prinsessunni einhvern fal-
legan og dýran hlut að gjöf og þaggaði á þann
hátt raddir samviskunnar, sem voru að byrja
að láta til sín heyra. Skyldi hún hafa gleymt
því, að í dag var tíu ára afmæli Kelty, eða
var henni mótstæðilegt að minnast þess, að
bráðum átti hún fullorðna dóttur?
Ketty prinsessa leit á fóstru sína. Fallega
litla andlitið hennar var eldrautt af ofnhitanum.
Stóru og gráu augu hennar leiftruðu, er hún
tók til máls:
»Mamma kemur, eða kanske hún sé komin?«
»Guð blessi barnið,« tautaði fóstran vand-
ræðalega. Hún kom auga á myndablaðið, laut
áfram og greip það í flýti.
»Hvað oft þarf eg að segja yður það, Ketty
prinsessa, að þér megið ekki lesa þetta blaða-
rugl?« Hún var sárgröm. »Pað er að eyða
tímanum til ónýtis, og flest það, sem stendur í
blöðunum, er ósatt.«
Prinsessan rendi niður skrítna brjóstsykur-
molanum og stóð upp. »Pabbi er að fara til
Parísar,* sagði hún.
Fóstran glápti á Ketty eins og hún hefði
aldrei séð hana áður. Henni fanst hún aldrei
hafa séð neitt eins óviðjafnanlega fagurt, eins
og þetta barn, sem þarna stóð í hvíta kjólnum
og með dökku lokkana, sem hrundu niður að
beltisstað. Hver einasta móðir hlaut að miklast
af því, að eiga slíka dóttur og það eins, þótt
sú móðir væri konungborin. Já, líklegt var það.
»Þegar mainma kemur heim, þá fer pabbi
æfinlega,« sagði litla stúlkan íbyggin, eins og
hún hefði uppgötvað eitthvað merkilegt. »Pau
eru eins og karlinn og kerlingin í veðurvitan-
um. Annað þeirra kemur út á undan rigningu
og hitt þegar sólskirt er, en þau sjást aldrei.«
Orð barnsins voru næsta átakanleg. Fóstr-
an leit undan tárvotum augum.
»Hvaða rugl er þetta?» mælti hún stutt í
spuna. Hún böglaði blaðinu saman og fleygði
því í eldinn. »Má eg spyrja, Ketty prinsessa,
hversvegna skyldi ekki konunglega hátignin
hann faðir yðar fara til Parísar hvenær sem
hann langar til?«
»En hann langar alls ekki til þess,« sagði
litla stúlkan ákveðin.
/
Herra Hintz, herbergisþjónn hans konung-
lega hátignar, var í óða önn að búa utn far-
angur, þegar dyrunum að búningsherberginu
var lokið upp og Ketty prinsessa læddist inn.
Herbergisþjónninn hrökk við. Hann hafði
verið annars hugar.
»Gott kvöld, herra Hintz!« sagði hún ofúr
kurteislega.
»Gott kvöld, yðar hátign!« sagði hann.
Prinsessan lokaði dyrunum og færði sig nær
honum og starði á liann um hríð.
Hintz var að láta skyiturnar hans húsbónda
síns niður í ferðaskrínu. Pað var stór skyrtu
stafli.
»Þér farið líklega rneð honum til Parísar,
herra Hintz?«
»Já, yðar hátign.«
12