Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Page 34
96 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ’ Augu þeirra niættust. Prinssessan leit óð- ar niður fyrir sig og daufur roði færðist yfir hið fagra andlit hennar. Svo fóru þau bæði inn til barnsins. [Endir] Sönglistin. Töfrandi hljómar, og titrandi ómar, tónmagnið þýða með fallandi blæ. Mjúklega líður, í loftinu blíður, ljúflinga samstilti kliðurinn æ. Tónarnir svífandi, töfrandi, hrífandi tekst oft að glæða vor blíðustu fræ. Tónunum smjúga, og titrandi fljúga takmarkalaust inn í sálunnar djúp. Lyfta og glæða, Iýsa til hæða, leiðindum þeyta fyr’ ætternisnúp Laða oss ljómandi, ljúfir og hljómandi, lækna og ryðja brott þunglyndishjúp. Sönglist er veldi, vopnuð með eldi, er viðkvæmu strengina í sál vorri knýr. Ýmist sem blíður, biðjandi, þýður barnsrómur eða hótandi gnýr. Eða þá dreymandi, djúpir og sveimandi. dulrænir tónar, sem vindblærinn hlýr, Sönglistin hefur, og heiminum gefur, huggun og gleði, og sterkari mátt. Sér leikur að láta, oss glúpna og gráta. og gleðja oss aftur svo hlæuin vér dátt. Lifi hin hressandi, heiminn æ blessandi, hrífandi sönglist um eilffðarnátt! P. Ó. Hólm. STÖKUR. Eftir Jakob Frímannsson frá Skúfi. (It 1912.) Peir, sem verkin hrein og há hefja mest í orði, töfl sín vinna einatt á æruleysis borði. Sagnir falla mjög á mis, mannorðs halla ljóma. Eg hata alla helvítis heimsins palladóma. DRUKNUN. Veltist sá úr völdunum, vefst í dáins tjöldt’num, Grípa má við gjöldunum Guð í sjáfaröldunum. HAMINQJU0SKIR. Lít fram á Iífsveginn ljósfránum brámána. Ský engin Iand læsa. Ljómar í hugfrómum. Hamingju gull gefist. Gæfunnar mark hæfist. Holl sé þér heill vætti. Hlífa munu sköp vífi. Fé safnist. Fró gefist. Fár tapist. Nauð hrapi. Brjóst kyrrist. Brá léttist. Björg finnist. Gnægð vinnist. Völd hækki. Virð’ aukist. Von grói. Trú þróist. Sól vermi. • Sátt ríki. Sorg dvíni. Ljós skíni. /• F.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.