Stjarnan - 01.01.1897, Qupperneq 41
87
þar á móti breidd út blað við blað, mundu þau
þekja nálægt tíu þúsuud og fimm hundruðferhyrn-
ings mílua af flatarmáli. Allur sá pappír er gertráð
fyrir að muni vigta yfir 781 þúsund tonn. Til
þess að búa til pappírinn í einn árgang af frétta-
blöðum heimsins, mundi þurfa 333 ár, miðað við að
eitt eintak væri framleitt á hverri einni sekúndu að
meðaltali.
RÍKISSKULDIR HEIMSINS.
Eftirfylgjandi tölur sýna aðal-upphæðir þjóð-
skulda í nokkrum ríkjum heimsins, og hve mikið
kemur á höfuð hvert í hinum ýmsu ríkjum :
1890—92. Upphœð skulda. Upphœð d mann.
Bretaveldi . ..$5,739,713,416 $ 20.78
Banaaríkin ... 1,588,464,144 25.61
Frakkland ... 6,160,387,266 146.22
Þýskaland ... 302,156,000 6.15
Rússland ... 2,740,477,085 29.80
Danaveldi 29,162,000 13.37
Noregur 31,190,250 15.60
Svíaríki 70,002,200 14.63
Svissland 13,840,800 4.74
Tyrkland . .. 522,293,530 56.30
Grikkland .. . 143,538,666 65.67
Kínaveldi 24,333,333 00.06
Japan ... 301,260,180 7.89
Spánn .. . 1,221,585,596 69.63
Svo er talið að allar ríkisskuldir heimsins til
samans nemi $25,152,969,547. Ef sú upphæð væri
breidd út í tómum eins dollars bankaseðlum (á van-
alegri stærð), seðill við seðil, þá mundi hún duga til
að þekja 154 ferh. mílur af landi. Til að vinna