Tjaldbúðin - 01.01.1900, Qupperneq 7

Tjaldbúðin - 01.01.1900, Qupperneq 7
— 5 — aðsetur hans er í ensku landi og enskum bæ. En með því að hann myndaðist hjá Islendingum, þá er íslenzka mál hans. Tjaldbúðarsöfnuður Winnipegi)æjar hefur komið fram með fjölmörg nýmæli, sem áður hafa eigi átt sjer stað hjá íslenzkum söfnuðum. Hann hefur þess vegna orðið fyrir dæmafáum ofsókn- um. Á þær er stuttlega drepið í »Tjaldb.« I. bls. 19—28. Og þótt hann hlyti að standa einn síns liðs gegn öllum árásum, þá stóð hann þó vissulega vel að vígi, þegar um almenna sam- keppni er að ræða. En Tjaldbúðarsöfnuður Winni- pegbæjar hefur orðið fyrir öðrum ofsóknum, sem eru annars eðlis en venjuleg samkeppni kirkju- fjelaga. Óvinir safnaðarins hafa beitt dæmalausu undirferli og undirróðri við hann. Þeir hafa laumað leynilegum fylgifiskum sínum inn i söfn- uðinn og haft leynilega »agenta« í söfnuðinum. Hlutverk þessara manna var í laumi að gjöra söfnuðinum allt það illt, er þeir gætu, og svíkja hann í hendur óvinanna, er færi byðist.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.