Tjaldbúðin - 01.01.1900, Page 13

Tjaldbúðin - 01.01.1900, Page 13
11 — safnaðarins í 5 ár. Og er það jafnlangur tími og 'C. H. Spurgeon auðnaðist að lifa hjá Tjaldbúð- arsöfnuði sínum í Lundúnaborg, eptir að söfn- uður sá var fullmyndaður 1887. En guð hefur auðsýnilega ætlazt til, að sögu þessara tveggja safnaða svipi dálítið saman. Elskulegu vinir. Mjer þykir sárt, að þurfa þannig að yfirgefa yður, en skyldan knýr mig til þess. Og það gleður mig, að Tjaldbúðar- söfnuður getur nú fengið prestsþjónustu. Það eru einir 4—5 prestar, sem söfnuðurinn að öllum líkindum getur valið um. Ef jeg mætti benda söfnuðinum á einn sjerstakan prest öðrum fremur, þá mundi jeg benda honum á sjera Stefán Páls- son, bróður þeirra M. Pálssonar og V. Pálssonar í Winnipeg. Elskulegu vinir. Jeg er yður öllum af öllu hjarta þakklátur fyrir alla yðar ástúð við mig. Og síðan kveð jeg Tjaldbúðarsöfnuð með öllurn blessunaróskum og grátbæni vorn þríeina guð að vernda hann og blessa. Með einlægri vinsemd og virðing. Hafsteinn Pjetursson « Samkvæmt þessari beiðni gaf Tjaldbúðar- söfnuður mjer lausri frá prestsþjónustu hjá honum frá 1. sept. 1899. Kvennfjelagið sGleym mjer ei« hjelt mjer skilnaðarveizlu í húsi herra Brynjólfs Teitssonar í

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.