Tjaldbúðin - 01.01.1900, Blaðsíða 13

Tjaldbúðin - 01.01.1900, Blaðsíða 13
11 — safnaðarins í 5 ár. Og er það jafnlangur tími og 'C. H. Spurgeon auðnaðist að lifa hjá Tjaldbúð- arsöfnuði sínum í Lundúnaborg, eptir að söfn- uður sá var fullmyndaður 1887. En guð hefur auðsýnilega ætlazt til, að sögu þessara tveggja safnaða svipi dálítið saman. Elskulegu vinir. Mjer þykir sárt, að þurfa þannig að yfirgefa yður, en skyldan knýr mig til þess. Og það gleður mig, að Tjaldbúðar- söfnuður getur nú fengið prestsþjónustu. Það eru einir 4—5 prestar, sem söfnuðurinn að öllum líkindum getur valið um. Ef jeg mætti benda söfnuðinum á einn sjerstakan prest öðrum fremur, þá mundi jeg benda honum á sjera Stefán Páls- son, bróður þeirra M. Pálssonar og V. Pálssonar í Winnipeg. Elskulegu vinir. Jeg er yður öllum af öllu hjarta þakklátur fyrir alla yðar ástúð við mig. Og síðan kveð jeg Tjaldbúðarsöfnuð með öllurn blessunaróskum og grátbæni vorn þríeina guð að vernda hann og blessa. Með einlægri vinsemd og virðing. Hafsteinn Pjetursson « Samkvæmt þessari beiðni gaf Tjaldbúðar- söfnuður mjer lausri frá prestsþjónustu hjá honum frá 1. sept. 1899. Kvennfjelagið sGleym mjer ei« hjelt mjer skilnaðarveizlu í húsi herra Brynjólfs Teitssonar í

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.