Hlín. - 15.12.1903, Síða 59

Hlín. - 15.12.1903, Síða 59
Nr. 1 2. b. Hlín. 33 íremri plankastúfinn. En innri plankastúfurinn er sett- nr (nelgdur) inn í plánkakantinn að framan eða undir hann innan við borðið og niður að gólfi og svo er skrúf- hólkur sá, er skrúfunni fylgir, skrúfaður á hann að inn- ann, og er þá bekktöngin komin, og hefilbekkurinn full- ger. Fremri plankastúfurinn, sem töngin dregur að og frá, þarf að ganga í nót eða á lista að neðan, til þess að ganga liðugt og beint. Baktöng má fyrirhafnarlítið setja á slíka bekki, ef vill, en það er óþarft alveg, þó sumir sem henni eru vanir kunni að álíta annað. Yið að sótja saman nurðir og glugga, sem er það helzta sem menn þykjast þurfa bakstöng til, þá neglir maður klossa á bekkinn beggja megin og fleygir svo saman, eða skrúfar saman með framtönginni ef bekkurinn er svo breiður, eða klemmir slíkt saman á sérstökum búkk- um á öðrum stað í verkstæðinu, sem er það bezta, só það hægt rúmsins vegna, og má þá koma þar að þess- um sömu bekkskrúfum ef vill. Ef 2 menn vinna á sama verkstæði, þá er hentugt að hafa sama bekkinn fyrir báða, með 2 bekkplönkum í ;stað eins, er þá sinn hvoru megin, og hefir maður þá einnig sína framtöngina hvoru megin; en þá þarf slíkur tvöfaldur bekkur að vera mikið breiðari en annars, sem eðlilegt er. Eg hefi skrifað þessar línur, til þess fyrst og fremst að skýra fyrir mönnum á hvern hátt að ætlast er til að bekkjaskrúfurnar Amerísku séu notaðar til þess að kom- ast hjá því að skrifa um slíkt tll hvers sem kaupir þær. ■Og svo líka til þess að auka sem allra mest notkun þeirra, af því að eg v eit af eigin regnslu, að þær eru þess virði, eins og að framan er sýnt nokkuð greinilega. 8. B. Jónsson,

x

Hlín.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín.
https://timarit.is/publication/447

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.