Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 23

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 23
Bíldudalur um og eftir síðustu aldamót Eftir Vestfirðing. Aldamótaárið, þá rúmlega 15 ára, var ég fyrsta sinn ráðinn á þilskip til fiskiveiða, á skútu eins og það var kallað í þá daga. Ég var sem sé ráð- inn á eitt af skipum Péturs J. Thorsteinssonar á Bíldudal. En útvegur þilskipa var þá með hvað mestum blóma þaðan og þó víðar væri leitað um Vestfirði. Mér, sem línur þessar rita, hefur fyrir löngu komið til hugar, að draga fram í dagsljósið eitt og annað, sem mótaðist í huga mínum frá æskuárunum varðandi þenna merkilega atvinnu- rekstur þeirra tíma og þeirra helztu manna, er mest koma þar við sögu. A þeim áratugum, sem liðnir eru síðan, hef ég átt þess kost að kynnast margs konar útgerðarrekstri og þeim miklu breytingum og þróun, sem átt hafa sér stað á sviði fiskveiðanna. Þá stendur eftir sem áður skútuút- gerðin á Bíldudal mér í huga sem fyrirmynd síns tíma í stórum atvinnurekstri. I. í febrúarmánuði árið 1900 leit ég IiLuudai fyrst augum. Við vorum nokkrir saman úr sömu sveitinni samferða til skips. Sumir okkar þurftu að ferðast yfir 3 fjöll og hálsa og tvo firði, allir með byrðar á baki, sem voru föt okkar og helztu nauðsynjar, sem hver sjómaður þurfti að hafa með sér. Mikill hluti sjómanna, er réðust á Bíldu- dalsfiskiskipin, voru á þeim tíma ungir og mið- aldra menn úr sveitum Vestur-Barðastrandar- sýslu, úr norðanverðum Amafirði og einstaka menn norðan af fjörðum.. Olli þar miklu um hvaðan skipstjórarnir voru. Stærsta hópinn lagði kauptúnið til, sem þá mun hafa verið allt að 300 manns. Þá voru árin 1900—1904, sem ég var sjó- maður á Bíldudal, oft allmargir sjómenn af Snæ- fellsnesi vestanverðu og sunnan til úr Breiða- firði og jafnvel víðar að, því mikið lið þurfti á allt að 15—18 skip. Þegar við ferðafélagarnir komum niður í kauptúnið, blasti við augum mér nýstárleg sjón. Fjöldi siglutrjáa eins og þéttur skógur væri gnæfði yfir hvíta mjöllina innan til í miðju kauptúninu. Skútumar voru allar á þurru landi uppi á kambi, skorðaðar hlið við hlið með hæfilegu millibili. Voru hér skip allt að 50 rúm- lestum. Mun ég víkja síðar að þessum þætti í um- hirðu vestfirzku skipanna. Við aðkomumenn urð- um að búa um okkur í því skipi, er við áttum að vera. Þótti mér köld aðkoma í skipinu, sem ég var ráðinn á. Nístingskuldi í lúkarnum, súðin héluð innan o. s. frv. Var nú hreiðrað um sig í hvílunum og eldavélin kynt. Varð líðanin allþol- anleg, en illa svaf ég fyrstu nóttina, þó ég þreytt- ur væri eftir erfiða fjallferð. Daginn eftir og næstu daga hófst undirbúningur undir að koma okkar skipi og fleirum á flot, því við áttum að leggja úr höfn ekki síðar en 1. marz. Veðráttan var rysjótt, sem tafði framkvæmdir. Ég var nú orðinn sjómaður á skútu, og varð því að duga eða drepast, þótt kalt væri og hryssingslegt á slundum. Ég stóðst prófraunina. Ég var 4 „út- höld“ á skipum P. J. Th. og kynntist mörgu ágæt- isfólki í kauptúninu, sem ég hef svo góðar minn- ingar um. Þar lifði ég margar af mínum ánægju- legustu stundum æsku minnar við iðandi líf og starf. II. Útbúnaður skipanna. Það munu hafa verið um 15 þilskip, sem gerð voru út frá Bíldudal þetta ár. Mismunandi að stærð og aldri. Skipstjórar þessara skipa voru margir reyndir formenn og fyrirmyndar sjómenn og aflamenn. Ungum mönnum skaut upp í þessar stöður með vaxandi skipastól og reyndust margir þeirra síðar fyrirmyndar sjómenn og aflamenn. Þótt þessi skipastóll væri mislitur að stærð og gæðum, var eitt sameiginlegt fyrir allan flotann, það, að búa hvert skip svo vel út sem frekast SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.