Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 25

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 25
Pétur ]. Thorsteinsson með fjölskyldu sinni og öðru heimilisfólki. smiðjunnar, Klængur Jónsson, var talinn smiður góður og dugnaðarmaður. Var þetta ómissandi stofnun fyrir útveginn og átti sinn þátt í því að auka öryggi sikpanna og gera þau traustari til sjósóknar. Þrátt- fyrir góðan vilja að gera skipin sem bezt úr garði, þá ber því ekki að neita, að sum þeirra voru gömul er þau voru keypt og misjafnlega traustbyggð. Ur þessum ágöllum var jafnan reynt að bæta með árvekni og starfshæfni bílddælsku skipasmiðanna. Svo giftulega tókst með bílddælska þilskipaflotann á þessum árum, að manntjón urðu lítil sem engin og tjón á skip- um ekki tilfinnanlegt, en það talar sínu máli. III. Afgreiðsla skipanna og aflabrögð. Skilyrði til góðrar og fljótrar afgreiðslu skip- anna voru sérstaklega góð. Að nota uppskipun- arbáta þekktum við ekki. Hafskipabryggjur voru tvær, sem skipin lágu við, losuðu þar aflann og vistir og nauðsynjar teknar. Saltburður eða fisk- burður á börum þekktist ekki hjá okkur sjó- mönnum, en það var okkar skylda að skipa upp aflanum og taka vistir. Sporbrautarvagnar voru notaðir við allan flutning fiskjar og þungavöru, og lágu sporbrautirnar fram á bryggjuenda. Salt- rennur lágu niður í skipin ef lágsjávað var. Vatn var leitt í rörum fram á bryggjunar og allt var eftir þessu til hægðarauka. Vinnan gekk fljótt og vel og eftir atvikum erfiðislítil eða svo fannst okkur strákunum, sem fengum að hlaupa með brautarvagnana. Almennt hófst vinna kl. 6 að morgni. Var fólk kallað til vinnu með klukkna- hljómi. Sama gilti einnig til máltíða. Var klukk- unni fylgt nákvæmlega í þessu efni. Var þessari reglu fylgt á öllum tímum og vel liðin af verka- fólkinu. Góð aðstaða og vinnutilhögun þýddi fljóta afgreiðslu skipanna. Skip, sem gat byrjað að losa afla sinn að morgni, var öruggt um að geta lagt út að kvöldi sama dags. Öll vinna í landi, sem beint eða óbeint var í sambandi við fiskveiðarnar, laut sömu reglu um vinnutilhögun og að mér hefur skilizt verulegrar hagsýni í vinnubrögðum eftir aðstæðum. A ár- unum 1900—1904, sem kynni mín af Bíldudal SJOMAN nadagsblað ið 5

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.