Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 26

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 26
Pilot gamla (key-pt með Bíldudal 1880 af Hákoui Bjarnasyni). náðu til, var það í almæli, að meðferð og verkun á fiski væri ekki á öðrum stöðum á landinu betri en þar. Minnist ég þess að skipstjórar þeir, sem ég var með, lögðu mikla áherzlu á góða flatn- ingu og góðan þvott á fiskinum í salt og úr salti. Salt var ekki mikið notað nema sæmilegt þætti. Heyrði ég og talað um, að nokkur keppni hefði átt sér stað innbyrðis meðal skipstjóranna um það, hver skilaði fallegustum fiski á land. Verk- stjórar þeir, sem sáu síðan um verkun fiskjarins í landi, létu ekki sitt eftir liggja um allan strang- leik í meðferð og verkun fiskjarins. Frægð Bíldu- dalsfiskjar á þeim árum átti sínar margþættu orsakir. Mig brestur heimildir um aflabrögð hin bíld- dælska skipaflota á þessum árum. En það var í almæli, að afli Bíldudalsskipanna yfirleitt væri einna mestur vestfirzkra fiskiskipa. Að vísu var þetta breytilegt frá ári til árs og ekki hvað sízt vegna breytilegs tíðarfars. Einn var sá veiðiskap- ur, er hófst á Bíldudal á þessum árum, sem hafði verulega þýðingu fyrir fiskveiðarnar, þ. e. síld- veiðin á vorin. Smásíld hefur sennilega gengið í vestí. rzku firðina að vorlagi frá fyrstu tíð. A vjginu.n á Bíldudal var veidd smásíld í djúpnót og geyrnd í svonefndum lás, sem daglega var sótt ■ :.g selt til beitu hverjum sem vildi. Einar bóndi Gislason í Hringsdal var veiðiformaður („not- bass"). Yar hér um nýjan atvinnurekstur að ræða, sem átti sinn þátt í að auka viðskipti við kauptúnið. Þessi veiðiskapur mun ekki hafa orð- ið langlífur, meðal annars af þeim sökum, að síldin gekk ekki í fjörðinn. IV. Miklar líkur benda til þess að þilskipaveið- arnar hafi gefið góðan arð. Má í því sambandi benda á ýmsar framfarir í kauptúninu á þessum árum. Aukin skipakaup, húsabyggingar varðandi atvinnureksturinn, svo og stórra og myndarlegra íbúðarhúsa. Fiskkaup hafði Pétur kaupmaður mikil við útvegsbændur í Arnarfirði og víðar. Þá var verzlun mikil á Bíldudal við nálægar sveitir og hinn mikla fjölda verkafólks, er vann við fyrirtækið á sjó og landi. Allt þetta saman- lagt skapaði fjármagn að viðbættu lánstrausti til þess að starfrækja eitt af hinum stærstu einka- fyrirtækjum á Vesturlandi á þeim tímum. Skal nú minnst þess mannsins, sem hafði skapað þetta fyrirtæki, starfrækt og stjórnað því um fjölda ára, Péturs J. Thorsteinsson. Kynni mín af hon- um persónulega voru ekki ýkja mikil, en þó nokkur, en á þá eina lund, að hann óx í mínum augum við þau kynni. Greindur maður og gegn, sem þekkti Pétur kaupmann vel, lét uppi skoðun sína á honum á þessa lund: „Hann var áræðinn. framsýnn og hagsýnn kaupsýslumaður, gæddur skipulagshæfi- leikum, árvakur og lipur stjórnandi.“ Mun hér nokkuð rétt lýsing á Pétri kaupmanni í stórum dráttum. Eins og margir menn í hans stöðu var hann mjög umdeildur maður í umtali manna á meðal og þá tíðast í sambandi við viðskiptamál. Af eigin raun hafði ég ekkert af honum að segja, sem benti til harðdrægni í viðskiptum, enda var ég lítill og umkomulaus. Hitt gleymdist mér ekki, hversu vinsamlega hann ávarpaði mig, 15 ára 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.