Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 27

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 27
Gamla húsi') hyggt ca. löH'>. sveitadrenginn, í búðinni á Bíldudal, sem var að koma til starfa á útveg hans. Hann mundi þegar skipið, sem ég átti að vera á, án þess að spyrja mig að. A þeim fjórum árum, sem ég vann á skipum hans, urðu kynni okkar meiri og á þá einu lund, að mér varð vel við þenna volduga húsbónda. Hann fylgdist með ferli mínum og bauð mér hvert það skiprúm, er ég óskaði. Mun það hafa átt sinn þátt í því, að mér gekk vel að draga fisk. En því skýri ég frá þessu, að þetta lýsir Pétri kaupmanni vel. Eg var ekki sá eini ungra manna, sem hjá honum unnu og hann veitti eftirtekt. Ég hygg að hann hafi þekkt næstum hvem mann, sem á útvegnum vann og veitt at- hygli hvað í þeim bjó til manndóms og jjiuska, sérstaklega yngri manna. Margt bendir til að hann hafi verið glöggur mannþekkjari. Arvekni hans og eftirlit með hinum mikla atvinnurekstri þótti sérstæð. Tíðast var hann á ferli áður en vinna hófst, sem að sumarlagi var kl. 6. Gekk hann þá niður á bryggjur, út á fiskreiti og á aðra þá staði, er vinna skyldi hefjast á. A daginn var hann í skrifstofu sinni eða í búðinni, því margir áttu erindi við Pétur kaupmann. í allri daglegri umgengni var Pétur mesta lipurmenni. Þrátt fyrir það var hann stjórnsamur og lagði áherzlu á að allt væri í röð og reglu jafnt úti sem inni. Pétri kaupmanni var illa við drykkjuskap, þrátt fyrir að vín var selt í verzluninni, mun neyzla þess hafa hafa verið mjög í hófi. Munu áhrif Pét- urs kaupmanns hafa ráðið miklu um. 1903 var allri vínsölu hætt. Var ég við að kistuleggja Bakkus, sem fór fram á þann hátt, að vínámurnar voru tæmdar á flöskur, sem síðan voru sam- kvæmt gamalli venju gefnar sjómönnum við burtför úr skiprúmi, ein heilflaska til hvers manns. Þar með var öll vínsala og vínnautn að mestu horfin úr kauptúninu. Þessi ákvörðun að hætta vínsölu lýsir vel hinum hyggna atvinnu- rekenda, er mun hafa litið svo á, að meira tap væri af ölvuðum verkamanni en hagnaðurinn af víninu, sem hann neytir. Margt merkilegt og sögulegt væri hægt að draga fram, sem lýsti Pétri kaupmanni sem allsráðanda á sjó og landi í kauptúninu á Bíldudal, en á þessum árum var hann á hátindi velgengni sinnar, fullur áhuga til meiri og nýrra framkvæmda. V. Skemmtana- og menningarlíf var allverulegt á þessum árum í ekki fjölmennara kauptúni. Ég þekkti að vísu þann tímann, sem útgerðin starf- aði, frá því í marz og fram í september. Á þeim tíma voru háðir dansleikir seinnihluta vetrar um helgar. En sjónleikirnir voru þær skemtanir, sem almenningur sótti bezt. Á Bíldudal sá ég fyrst leikið „Ævintýri á gönguför“. Það var árið 1902. Mun Þorsteinn sál. Erlingsson skáld hafa verið aðaldriffjöðrin í því að koma leiknum á svið. Er leikurinn mér enn í minni sem einn hinn skemmtilegasti, er ég sá leikinn í æsku. Enda munu góðir leikkraftar hafa verið hér að verki. Ymsa aðra leiki sá ég leikna þar, sem minna hafa festst í minni mínu. Á sumrin var ekki um auðugan garð að gresja til skemmtana fyrir okk- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.