Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 28

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 28
Nýja húsiS hyggt 1895. ur aðkomumenn. Nokkuð var gert að því að sigla á Vognum og út á fjörðinn á litlum skektum. Þá var þar til erlendur skemmtisiglingabátur á vegum verzlunarinnar, sem við strákarnir feng- um að fljóta á er búðarpiltarnir fóru í skemmti- siglingu. Um útreiðar var vart að ræða, því vegir voru lélegir og hestar fáir. Fólkið sætti sig við skilyrðin eins og þau lágu fyrir. Annað betra þekktist ekki. Ymislegt kom fyrir, sem vakti gleði og ánægju okkar yngri mannanna, sem ekki er hægt að draga fram, í sumum tilfellum of nær- göngult einstökum persónum eða ættingjum þeirra. VI. Á þessum árum kynntist ég að meira eða minna leyti fjölda manna eldri og yngri, bæði þeirra, sem heima áttu í kauptúninu, sem og margra aðkomumanna. Fjöldi verkamanna unnu í landi, margir þeirra voru af Suðurlandi. Eitt sumarið man ég eftir mörgum Eyrbekkingum, sem munu hafa verið ráðnir allt til 4 mánaða. Af búsettum mönnum, sem segja má að „settu svip á bæinn“, vil ég fyrst nefna Pétur kaup- mann og hina glæsilegu fjölskyldu hans. Verk- stjórarnir Jón Sigurðsson, Árni Kristjánsson og Sigfús Bergmann, sem mun hafa verið hvort- tvegja í senn, utanbúðarmaður og verkstjóri, þar til hann flutti til Hafnarfjarðar sem verzlunar- stjóri P. J. Th., sennilega árið 1901. Þá voru menn, sem höfðu sérstökum trúnaðarstörfum að gegna við eftirlit, nokkurns konar undirverk- stjórar. Voru sumir þeirra tiltölulega nýflutir í plássið af Suðurlandi, svo sem Bjarni Loftson, faðir Lofts í Hafnarfirði, Vilhjálmur Gunnarsson, faðir Egils verksmiðjustjóra, Finnbogi Arndal og Jón Benediktsson, er var matsmaður á fiski o. fl. Ýmsir fleiri voru eftirlits- og trúnaðarmenn við hinn umfangsmikla rekstur, sem ég mann ekki nöfn á. Jóns Eiríkssonar íshúss- og setningarstjóra var áður getið. Ekki man ég nöfn á hinum mörgu smiðum, sem unnu að skipasmíði undir stjórn Kristjáns smiðs, sem áður er minnzt á. Bryggju- smiður var þá á þeim árum Björn Jónsson, sem síðar var kunnur sem bryggjusmiður við Reykja- víkurhöfn. Á þessum árum setti P. J. Th. upp brauðgerðarhús. Man ég eftir bakara, er Gísli Gíslason hét. Tveir skósmiðir voru í plássinu, Björn Leví, sem einnig rak gistihús, og hafði skó- smíðina sem íhlaupavinnu. Björn var allgóður taflmaður og hafði myndað taflfélag í plássinu mönnum til skemmtunar í skammdeginu. Hinn skósmiðurinn var ungur Sunnlendingur, nýkom- inn í plássið, Samúel Pálsson að nafni. Hann rak síðar verzlun á Bíldudal og varð kunnur og góð- ur borgari þar. Skósmíði var arðsöm iðja á þeim árum, því sjómenn notuðu eingöngu að heita 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.