Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 30

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 30
Ragnar Þorsteinsson: „ÁSMUNDUR Á NÚPI" SAGA VM SfÓHETJU Höfundur þessarar sérstæðu sögu er ísfirðingur, alinn upp við sjó, og hefir stundað sjó frá því hann tólf ára að aldri byrjaði að róa með föður sínum. Hann hefur fengið náin kynni af öllum starfssviðum íslenzka fiskimannsins í blíðu og stríðu, og þekkir dætur Ægis út og inn. Hann sigldi öll stríðsárin á hættusvæðinu, sem skip- stjóri í fiskflutningum til Englands og gat sér góðan orðstýr. Að ófriðnum loknum gerðist hann bóndi að Höfðabrekku, hinu forna höfuðbóli með útsýni yfir Hjörleifshöfða og úthafið svo óend- anlega blátt. Þegar Ragnar situr undir kúnum sínum og mjólkar og hann heyrir brimgnýinn í fjarska, streyma yfir hann minningarnar frá sjón- um, og þegar hann er seztur inni grípur hann gjarnan penna í hönd. Hann hefur nýlokið við að skrifa skáldsögu, sem ísafoldarprentsmiðja mun gefa út nú á næstunni, um lífsbaráttu ís- lenzka fiskimannsins, og munu margir sjómenn áreiðanlega hafa gaman af að lesa þá bók. í>að var fagurt og kyrrlátt haustkvöld, í miðj- um október, stjörnurnar tindruðu og norðurljós- in sindruðu. Það var eins og litla þorpið úti á nesinu væri að vakna af rökkursvefni, hver beit- ingaskúrinn af öðrum, varð uppljómaður. Takt- fast fótatak hvað við úr öllum áttum og ef ein- hver var á tréklossum bergmálaði hljóðið í kvöld- kyrðinni. Menn voru nýbyrjaðir að róa, aflinn var sæmilegur og fiskur stóð grunnt, enda voru margir í góðu skapi. Sumir blístruðu, aðrir sungu, en svo voru einstaka, sem þrömmuðu þegjandi og niðurlútir. Það voru þeir, sem höfðu notið lífsins í full ríkum mæli síðastliðna nótt og voru eiginlega ekki búnir að ná sér. Þetta voru aðal- lega ungir aðkomumenn, sem stunduðu hér róðra og bjuggu í verbúðum. Þórður á Grund var byrj- aður að beita, hann átti bezta bátinn og bezta húsið í þorpinu, og var búinn að vera formaður þarna á nesinu í 25 ár. Hann lét háseta sína búa á neðri hæð húss síns, en það voru aðallega ungir menn úr næstu sveitum. Var þetta skip- rúm oftast um setið, því Þórður á Grund var mjög vinsæll og oftast hlutarhæstur. Húsið stóð á sléttri grund niður við sjóinn og beitningaskúr- inn áfastur við annann húsgaflinn og var innan- gegnt í hann úr húsinu. Er þeir höfðu beitt skamma stund heyrðu þeir, að gengið var fram í skúrinn, var auðheyrt, að komumaður þreifaði fyrir sér með báðum höndum, enda ljóslaust í milliganginum, er fram í skúrinn kom, kom í ljós, að þetta var öldungurinn Ásmundur á Núpi, fóstri Þórðar. Hann var nú kominn á níræðisaldur, þótt lítt sæi það á honum nema hvað hár hans var hvítt. Hann var meðalmaður á hæð, enn þá beinn í baki og þykkur undir hönd, var auðséð, að hann hafði einhverntíma haft krafta í kögglum. Gamli maðurinn deplaði augunum er hann kom í ljósið, en er hann gat greint um hverfið hvesti hann á þá augunum .... loðnum augnabrúnum og hélt svo áfram, ræskti sig og dæsti fyrir utan dyrnar og tautaði við sjálfan sig. „Á, já, já, ekki vantar bölvaða ferðina á þeim ...“ og svo snýtti hann sér í ákafa svo að drundi við. „Og eitthvað sýnist mér ganga á þarna uppi, og þessi líka litli rosa- baugur.“ Nú heyrðu þeir inni, að sá gamli hnusaði og dró andann djúpt að sér. Nú finnur hann lykt af þanginu sem golan flytur með sér frá fjörunni“, hvíslaði Þórður, það er ekkert hér á jarðríki, sem honum finst eins gott. Góði segðu okkur eitthvað um hann, sögðu hásetar hans. Þeir höfðu heyrt svo mikið talað um þennan mann, frá því þeir voru smá strákar, og það hefur víst ekki verið þeim gamla í óhag því þeir horfðu á hann með lotningu, er hann varð á vegi þeirra. Þórður hristi höfuðið, en strákarnir linntu ekki látum, fyrr en 10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.