Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 31
Leifur hep-pni eygir Vínland. hið góða.
hann lét undan, og er öldungurinn var kominn
inn aftur og genginn til náða, hóf hann sögu sína.
Það var fyrir um það bil 30 árum, ég reri þá
hér á nesinu hjá fóstra mínum, en svo hef ég ávalt
kallað Ásmund, því hann tók mig í fóstur þriggja
ára. Þetta var um haustið, á jólaföstunni, við xer-
um á áttæring, sem fóstri minn átti, gæftirnar
höfðu verið með versta móti, sífelldur austan og
norðaustan garri og þessi fádæma snjókoma, ég
held að ég muni ekki eftir öðrum eins snjóa
vetri. Við höfðum ávalt verið vanir að hætta
snemma á jólaföstu og fara heim að Núpi og
rérum þá ávalt vestur yfir á þriggjamannafari, en
það var um tveggja tíma róður. Okkur langaði
til að fara einn róður áður en hætt yrði, svo
við gætum komið með nýtt í soðið heim, en það
leit ekki út fyrir að það ætlaði að takast. Ég
hafði tekið eftir því, að fóstri minn hafði verið
eitthvað órólegur síðustu daga. Það var eins og
hann gæti hvergi eirt. Hann rölti fram og aftur,
niður að nausti og upp í búð, það var auðséð, að
hann var áhyggjufullur út af einhverju. Og er
hann loksins gekk af áttinni og lygndi og sýnilegt
var að hann myndi snúa sér, stóðst fóstri minn
ekki lengur mátið, hann vakti mig snemma um
morgun og sagði: „Jæja, Þórður minn, ég þori nú
ekki að vera lengur að heiman það snjóar svo
mikið, það er bezt að við förum heim í dag“. Við
bjuggum okkur nú í skyndi og löguð á stað. Það
var komið stafa logn, en það mikið brim, að við
komumst rétt með herkjum fram úr vörinni. Er
við höfðum róið um stundarfjórðungs róður fór að
koma lifandi alda innan úr firðinum, og brátt skall
á okkur vestan rok. Mér kom í hug, að bezt myndi
að snúa við, en Ásmundi hefir víst aldrei dottið
það í hug, ég vissi líka, að þótt við kæmumst yfir
myndi tvísýnt að við slyppum við „kollana“, sem
eru hættulegustu skerin hérna í fjarðarmynninu,
eins og þið vitið. Og ef við hefðum stefnu utan
við þá myndum við aldrei sjá land. Nei hann
sagði bara, „upp með seglið“. Ég hlýddi, með
hálfum huga þó, eftir á fannst mér þetta ægileg
fífldirfska. Sá gamli hélt bátnum upp í á meðan.
„Stagaðu mastrið með fangalínunni,“ kallaði fóstri
minn, ég hlýddi alveg forviða. Hvað ætlaði maður-
inn að gera? Mastrið var nýtt og ágætir stagir á
því. Þetta var brjálæði, það vissi ég þótt ég væri
ekki nema 17 ára. Báturinn myndi ekki þola
SJÓMANNADAGS6LAÐIÐ 1 1