Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 32
helminginn af seglinu, hvað þá allt og kjölfestan lítil og rokið eins og það getur verzt orðið hérna út úr fjörðunum. Ég sá að fóstri minn hvessti augun á rokgæruna, það var eins og neistaði af þeim, hann var þungur á brúnina og ég sá ekki betur en að hann steytti hnefann að rokinu eins og hann væri að mana það til við sig svo greip hann stýrið, skellti því fyrir með þessum hárvissu fínu handtökum, sem einkenndu hann alltaf. Bát- urinn tók skriðinn, saup á til hlés, reif sig upp úr aftur en þá hélt ég að hann ætlaði um. Ég sat á hálsþóftunni tilbúinn að ausa og horfði beint framan í fóstra minn. Andlit hans var eins og meitl- að í stein, enginn dráttur bærðist í því, hann horfði beint framundan, en virtist þó sjá allt í kring. Aldan stækkaði enn, og bátinn hálffyllti hvað eftir annað og ég, mátti hafa mig allan við að ausa. Brátt kom að því, að hástokkurinn hætti að koma upp úr og ég hafði ekki við í austrinum og sá ekki annað, en að við værum að sökkva þarna. Ég leit á manninn í skutnum hvíðafullum augum, en þar ríkti sama róin, sami járnviljinn, ekkert myndi geta heft för þessa manns — nema dauðinn. Hann hafði skautið í hendi sér nú gaf hann aðeins eftir og beitti bátnum nær. Eitt orð náði eyrum mínum, það var eins og hann biti það í sundur — „austu“, ég jós og jós upp á líf og dauða, eða, það fannst mér að minnsta kosti, en það get ég sagt ykkur drengir, að það sem ég sá næst, hafði nær dregið úr mér allann mátt af skelfingu. Ég sá að fóstri minn beigði sig niður og tók negluna úr bátnum og stakk henni undir röng, og sigldi nú liðugra ég sá ekki betur en að hann glotti, það voru einu svipbrigðin, sem ég sá á honum meðan þessi sjóferð stóð yfir. Báturinn tók harðann kipp, eins og fugl flygi þaut hann áfram. Ég bjóst við að öllu væri lokið bátinn myndi fylla eftir ör- skamma stund. En hvað skeði, ég skildi það ekki og skil það ekki enn, það gaf að vísu á eins og áður, en ég þurfti sáralítið að ausa og báturinn virtist mun stöðugri. „Hásetar Þórðar störðu á hann með opinn munninn, „Hvaða djöfull?“ þetta hlaut að hafa verið spennandi. Já, hvað varð af austrinum? Já drengir mínir, þetta var sú mesta sigling sem ég hef nokkurutíma séð á æfinni og ég hugsa, að Grímur gamli Thomsen hefði sagt, „að meira hefði aldrei siglt nokkur íslendingur“. Það lá við, að ég skammaðist mín fyrir hugsanir mínar fyrir nokkrum mínútum og ég horfði með lotningu á þennan íturvaxna mann í skutnum, þennan bjargfasta klett, sem ekkert gat bugað, æstar höfuðskepnurnar urðu að lúta í lægra haldi fyrir honum. Erfiðleikarnir hrundu af honum eins og brimlöður af bjargi við ströndina. En það var eftir að komast fyrir kolluna, það brazt og brak- aði í bátnum átökin voru ógurleg. Ég gægðist undir seglið, já aðeins framundan á bakborða voru hvítfyssandi boðarnir á „kollunum“ og einhver- staðar var „klakkur“ örlítið vestar. Með sama gangi myndum við verða þar eftir 10 mínútur. Tíminn geistist áfram með jafnmiklum hraða og báturinn og eftir örskot vorum við komnir að fyrstu brotunum og ég sá strax, að með sömu stefnu myndum við lenda beint í versta brotinu. Ég sá, að fóstri minn beygði sig niður, stakk negl- unni í og beitti betur upp að. Aftur kom þetta orð út á milli saman bitinna vara, „austu“. Nú byrjar ballið hugsaði ég, nú vantaði ekki austurinn, ég gat aldrei skilið hvað mikið flotmagn gat verið í þessum bát ,mér fannzt hann alltaf vera fullur. Eitt sinn varð mér litið upp og það var eins og blóðið storknaði í æðum mér. Við vorum milli tveggja brota klakkurinn á annann veginn en vestasti kollurinn á hinn. Mér hafði alltaf verið sagt að þarna væri ófært á milli, og í þessu veðri . . . já, slík stjórn og slíkar stáltaugar. Hann sagði mér seinna, að hann hefði vitað, að það var háflóð og vestanrokið hafði barið niður undirölduna „og svo var ekki um annað að ræða sagði hann, ég hafði brotið allar brýr að baki mér.“ Eftir að við vorum lausir við brotin tók hann upp sömu gapa siglinguna og brátt náðum við landi yzt á nesinu. Var nú all löng leið heim að Núpi og illfær vegna snjóþyngsla. Ég ætla ekkert að segja ykkur af þeirri ferð því mér er hún hálf óljós, fóstri minn gekk svo hart að ég átti mjög erfitt með að fylgja honum og svo var ég orð- inn dasaður og þreyttur, að hann dró mig eða hálf- bar, síðasta spölinn og þó gekk hann á undann og tróð fyrir alla leiðina. Þið skilduð nú ætla að hann hefði þegið góðgerðir og verðskuldaða hvíld, nei, ónei, ekki held ég það, hann hljóp beina leið upp í fjall, sem var fyrir ofan bæinn þar skarst inn gil eitt mikið og hafði eitt sinn hlaupið úr því snjóflóð, löngu fyrir mitt minni. Öllum þótti hátta- lag fóstra míns einkennilegt, storminn hafði lægt að mun og var nú farið að hlána. Ég hafði farið úr vosklæðum og var lagstur upp í rúm þegar fóstri minn kom inn í baðstofuna og var nú gust- mikill. „Það verða allir að yfirgefa bæinn strax, 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.