Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 33

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Síða 33
það getur hlaupiS snjóflóð yfir hann þá og þegar“, kallaði hann hátt svo allir heyrðu. Hafið með það nauðsynlegasta, sem hægt er að ná til í flýti, við verðum að hafast við í fjárhúsunum í nótt, ég vona að fjósið sleppi, það ætti að klofna um klettana, sem eru aftan til við það.“ Það varð dauðaþögn, það sló svo miklum felmtri á alla, að enginn mátti mæla. Ég man sérstaklega eftir gömlum niðursetn- ingi, sem lengi hafði verið á Núpi, hann stóð gleið- ur á baðstofugólfinu með galopinn munninn, aug- un stóðu út úr höfðinu og kjálkarnir héngu mátt- lausir niður, líkt og hann hefði skyndilega fengið slag. Hann minnti einna helzt á hálfdauða grá- sleppu. Fóstri minn hristi höfuðið, en sagði ekkert heldur greip tvö yngstu börnin og þaut út og það voru víst ekki einu manneskjurnar, sem hann varð að halda á þetta kvöld. Um klukkan ellefu byrj- aði að snjóa aftur, þá var komið logn og um mið- nætti höfðu allir komið sér fyrir í fjárhúsgörðun- um og sumir í hlöðunni. Það var held ég um klukkan 4 um nóttina, að ég vaknaði við einhvern voðalegan hvin eða þrumu hljóð og fjárhúsið skalf eða jörðin undir því, ég leit fram í dymar, fóstri minn stóð í dyrunum, ég rétt grillti í hann í myrkr- inu, hann hafði aldrei lagst til hvíldar. Snjóflóð- ið hugsaði ég, já auðvitað það hlaut að vera það, því fóstri minn hafði sagt það. Ég var farinn að trúa á hann eins og guð, en ég var svo þreittur mig verkjaði í allann skrokkinn og höfuðið á mér var blýþungt, innan skamms var ég steinsofnaður. Jæja drengir, nú er sagan búin og ég er að skera síðustu síldina, en það get ég sagt ykkur, að þetta, sem ég hef verið að segja ykkur, er ekki nema lítið dæmi úr hreystisögu Ásmundar á Núpi. Bjóðin voru nú flutt um borð í „Gamminn“ hans Þórðar, en það var 18 smálesta bátur, ný- legur og traustlega byggður. Vélin var sett í gang og lagt frá landi, brátt var allur hópurinn á leið út á miðin. Þa* var blæjalogn fyrst, en rann á með SV kalda er leið á nóttina. Þórður á Gamm- inum var að byrja að leggja línuna, hann leit oft til lofts, mælirinn hríðféll og hann sá að bliku dró upp í vestri. Nú, já, já, hugsaði hann, einhvern- tíma hefði hann haft það til að skella á með vest- an rok með birtingunni, naumast að hann blikar, jæja, maður verður víst að hafa stutta legu, svo að maður verði ekki allann daginn að hjaksa í land“. Hann fór að hugsa um gamla manninn fóstra sinn, hann hafði verið eitthvað svo óvenju- lega eirðarlaus, líkt og hann byggi yfir einhverju, ekki ólíkur því sem hann var forðum, er þeir sigldu upp á líf og dauða til að komast heim að Núpi í tæka tíð. Það var eins og hann skynjaði með einhverju 6. skilningarviti eitthvað, sem engan annann gat órað fyrir. Skyldi hann finna dauðann nálgast? Ekkert virtist hann samt vera lasinn og hvað var hann að dunda niður í nausti við gamla „Öðling“, þriggja manna farið hans, sem hlaut nú að vera orðið grotta fúið. Eitthvað hafði sá gamli nú verið að ditta að honum annað slagið og víst hafði hann tjargað hann í fyrra, eftir að hafa sett hann á flot og hafði sagzt ætla að renna fyrir stútung úti á víkinni, en var nærri sokkinn, því að báturinn fylltist á skömmum tíma. Han hrökk upp úr hugleiðingum sínum, við að kallað var, „hægðu á það er að verða búið“. Það fór eins og Þórður karlinn bjóst við, um morgunninn var komið rok á vestan, en þeim gekk vel að draga, því þeir SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.