Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 36

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 36
ýmsan annan hátt hafa hjálpað til að koma þessu húsi upp og búa það þeim tækjum, sem gera okkur unt að lifa hér lífi okkar glaðir og ánægðir eftir hið langa og oft erfiða starf á sjónum. Og þótt okkur fyndist oft, að af litlu væri að taka hjá okk- ur sjálfum, er við vorum að greiða tillag okkar, þá sjáum við nú, að þeim aurum var vel varið og það hefði oft getað verið stærra, þegar vel gekk. Og eftir að hin nýju og miklu hafnarmannvirki, skjólgarðurinn frá Örfirisey út í Engey var byggð- ur, er ekkert brim hér og það fer svo vel um bát- ana okkar. Jú, við höfum það gott. Við kveðjum og förum og erum nú hér aftur á sama staðnum, þar sem kaldur gustur erfiðleikanna næðir um okkur. Það er ekki hægt að segja, að 10 ár sé langur tími á mælikvarða aldanna, en í 10 ár, eða vel það er búið að vinna að undirbúningi Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. En hvað erum við svo komnir langt áleiðis? Við höfum safnað á þriðju miljón króna og er það að vísu góð upphæð, en er þó að- eins lítill hluti af byggingarkosnaði heimilisins. En það er annað verra. Við höfum engan end- anlegan stað fengið, sem við getum bent á og sagt: Þarna á að byggja dvalarheimilið og við getum byrjað á að leggja undirstöðurnar. Nei, við getum aðeins sagt fólki, að við séum að safna fyrir Dvalarheimili, en hvar það eigi að vera og hvenær bygging þess hefjist getum við ekki sagt. Til þess að fólk trúi, þarf það að sjá eitthvað raunverulegt, þá helst áhuginn vakandi og þá er von um árangur. Sjómannastéttin hefir látið ákveðnar óskir í ljós um að fá Lauganesið, þar sem holdsveikra- spítalinn stóð, með aðliggjandi landi. Þeir, er því landi ráða, hafa til að byrja með látist vera því fylgjandi og gefið góðar vonir. En þegar á hefir átt að herða, er farið undan í flæmingi og bent á ótal aðra staði. En sjómannastéttin hefir nú óskað eftir þessum stað, og það verða henni mikil von- brigði og sár, ef það bregst. Henni virðist þá að gleymt sé hverju hún fórnaði á undanförnum ár- um, er hún sigldi ótrauð út á hafið til að sækja þjóðinni björg í bú, þótt vitað væri, að óvinur- inn lægi fyrir utan landsteinana tilbúinn að skjóta menn og skip í kaf og hlífði engu. Og ef einhver komst lífs af úr þeim hildarleik beið þeirra að flækjast á litlum bát eða fleka dögum saman um hafið við hinar mestu hörmungar storms og kulda, oftast matar- og vatnslitlir eða lausir. Þær hörm- ungar hafa rist þær rúnir á andlega og líkamlega heilbrigði þeirra, sem aldrei afmást og meim verða aldrei þeir sömu og áður. Er nú til of mikils mælst, að þeir aðilar, sem ráða þessum lóðarskika og Reykjavíkurbær er eigandi að, launi nú lítillega hið þýðingarmikla og áhættusama starf þessarar stéttar með því að gefa henni þessa óskalóð undir dvalar- og hvíldarheimili sitt? Lóðin kann að vera Reykjavíkurbæ dýrmæt, en hún er lítilsvirði á móts við allt það, sem sjómannastéttin hefir látið Reykjavíkurbæ í té með störfum sínum og fórnum. Sjómenn góðir! Hér þarf að herða róðurinn. Enginn má skerast úr leik. Allir verðum við að vera sammála um að Lauganesið sé eini staður- inn, sém til mála geti komið að reisa Dvalarheimil- ið á, og allir verðum við að vera samtaka um að bera þá kröfu fram til sigurs. Engin skipshöfn eða einstaklingur má skerast úr leik, heldur magna hver aðra til átaka. Og samhliða kröfunni um lóð- ina verðum við svo að herða á fjársöfnuninni, skipuleggja hana og koma þessu fyrirtæki á fjár- hagslega öruggan grundvöll. Þótt margir aðrir en sjómenn hafi lagt álitlegar upphæðir í heimilis- sjóðinn og geri það vonandi framvegis, þá mun samt alltaf þunginn af söfnuninni hvíla á herðum sjómannanna og verða þeir þess vegna að skipu- leggja hana svo vel, að þeir finni sem minnst til hennar, en gefi um leið sem beztan árangur. Við getum hugsað okkur að söfnunin færi fram á þann hátt, að gefnir væru einn eða tveir fiskar í róðri á fiskibát, ein tunna eða tvær á togara í túr eftir afla, á verzlunarskipi nokkrir eftirvinnu tímar eða eitthvað í þessa átt. Ef áhuginn og viljinn er nógu sterkur finnast alltaf einhverjar leiðir, sem eru létt færar en gefa þó góðan árangur. Við getum líka óskað okkur, og vonandi hittum við á óskastundina, að útgerðar- menn fái almennt áhuga fyrir þessu málefni starfs- manna sinna og minnist þess, þegar vel gengur, skip hans hafa aflað vel eða eru fljót í förum. Myndi það vekja mikinn samhug milli þessara mjög svo nátengdu stétta. Þótt upphæðin væri ekki há í hvert skipti, þá vitum við að kornið fyllir mælirinn, og hver krónan gerir sitt gagn. Þetta myndi skapa traustan og öruggan fjárhags- legan grundvöll. Að byggja Dvalarheimili fyrir aldraðar sjó- menn er ekki mál, sem einungis varðar sjómanna- stéttina, heldur er það menningar- og mannúðar- mál, sem varðar alla þjóðina. Sjómennirnir eru útverðir íslenzku þjóðarinnar. Þeir leggja sig í 16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.